föstudagur, desember 02, 2005

Þú færð sko ekki að sofa hjá mér!

Þegar ég er í strætó byrja ég rosa mikið að blogga í hausnum á mér. Svo gleymi ég því flestu þegar ég kem inn. Mér finnst oftast frekar gaman í strætó, svo lengi sem ég þurfi ekki að bíða eftir honum í meira en 20 mínútur.

Topp 5 lög til að hlusta á í strætó:

1. In the waiting line - Zero 7
2. Where I end and you begin (The sky is falling in) - Radiohead
3. Ex Factor - Lauren Hill (hún er töffari, mmkey? Viðurkennið það ellegar verðið hnífuð)
4. Sleep Spent - Death Cab For Cutie
5. Viðrar vel til loftárása - Sigur Rós

Svo er allur Desire diskurinn hans Dylans frekar næs fyrir langar strætóferðir. Til að njóta strætóferðanna í botn er svo best að vera vel dúaður með stóran trefil og draga nokkrar ýsur aftast í kósí hornsæti strætósins. Það er sko "really nice" eins og útlendingarnir myndu segja. Ég veit samt eiginlega ekkert hvað þeir myndu segja... afþví að þeir fara kannski ekkert rosa oft í íslenska strætóa til að sofa... en hvað veit ég?

Annars er ég byrjuð í prófum. Vonandi er ég ekki fallin í frönsku 203, mér gekk skítsæmilega á prófinu. Annað fréttnæmt er að mín fær að taka stöðuprófið í ensku. Fyrst um sinn ætluðu þurrkunturnar upp á skrifstofu ekki að leyfa mér að taka það en svo hringdi hún mamma köggull í konrektor og sýndi henni hvar Davíð keypti ölið. Já, hún mamma mín, hún er sterkust í öllum heiminum! Ef einhver ögrar henni verður sá hinn sami löðrungaður í frumeindir. Fékk 9 í hagfræði og allt! (ég er svo stolt af henni). Svo á ég bara eftir að rúlla upp afgangnum af prófunum. Koma tímar, koma ár, brátt verður Andrea fáránlega einingarík.

Kv.Andrea

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey við þurfum einhverntímann að hittast og hanga bara í strætó með músík.

Annars er ég glöð að þú settir ekki t.d. Sit Down Stand Up eða There There því oft er ég kannski í strætó á morgnana og er að strögglast með öllum lífs og sálarkröftum gegn því að hoppa upp og taka Yorkinn af brjálæði við melódíur líkt og "The Raindrops..."

föstudagur, desember 02, 2005 8:31:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tssss. Jú vííííst, Andrea!

Annars er Pink floyd besta strætómúsík (eða rúntmúsík almennt) sem þú finnur. Þú hefur ekki kynnst vímu fyrr en þú rúntar um eyðimerkur landsins með Dark side of the moon í eyrunum.

föstudagur, desember 02, 2005 11:55:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Rosa ertu artí. Mig langar að gubba þú ert svo artí, Kalli. Svo er rúnt svo klárlega út.

Eeeeen þú ert ágætur.

laugardagur, desember 03, 2005 3:04:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Síðan hvenær var Pink Floyd arty???

laugardagur, desember 03, 2005 3:20:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

men .. ég er ekki að kveikja með þennan arty frasa .. orðabókin mín(jubb ég er sorgleg) segir að það sé listasnobbaður .... eru Pink Floyd listasnobbaðir ? svona er að vera mr-ingur maður veit ekkert hvað er í gangi fyrir utan hausinn á manni
hail hitler

laugardagur, desember 03, 2005 12:10:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jubb og ég grét þegar ég las fyrirsögnina ... bömmer

laugardagur, desember 03, 2005 12:11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh, erla kjáni.
Það er ekki inni að segja hail Hitler á ensku.
Þetta er betra að segja:
"Heil Hitler"
"Heil der Fuhrer"
...Sussbara!!

laugardagur, desember 03, 2005 2:54:00 e.h.  
Blogger Höjkur said...

ég hata strætó

laugardagur, desember 03, 2005 6:16:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Andrea... þú ert artí!

sunnudagur, desember 04, 2005 7:47:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home