sunnudagur, nóvember 13, 2005

Hefur þú einhvertíman...

... upplifað það að ganga heim og fundið jörðina hreifast undir þér? Uppgötvað að malbikið er eitt stórt svell og að þú kemst ekki upp brekkuna sem liggur heim til þín? Reynt að ganga mjög hratt en bara endað á því að renna niður aftur? Dottið í hug að labba frekar á grasinu en gert þér það ljóst að einhver uppskafningur hafi breytt grasinu í svell líka!? Reynt að krafsa þig lengra upp brekkuna með höndunum, dottið á bossan og endað með andlitið í poll? Fundið fyrir undrun, sorg og sjálfseyðingarhvöt þegar þú finnur að misgáfað laufblað hefur ratað upp í kjaftin á þér? Híft þig aftur upp og skautað meðfram runnunum, komist upp að gangstéttarbrúninni móður og másandi? Velt því fyrir þér hvað í ósköpunum þú sért að gera í ókunnugum garði klukkan 3:27 á laugardagsnóttu? Byrjað að ganga, eða öllu heldur skauta hraðar þegar þér fannst einhver vera að elta þig? Komist að því að þetta væri einungis skugginn þinn? Stigið í skítugan poll og blotnað í fæturna? Orgað eins og Dr. Gonzo í baði þegar ipodinn þinn varð batteríslaus? Hlaupið síðasta spölinn heim til þín því að himininn ákvað skyndilega að rigna á þig? Opnað hurðina vígalega og strunsað inn eins og versti barbari, til þess eins að detta um köttinn þinn? Skriðið volandi upp í herbergið þitt með sárt enni og kaldan bossa, klöngrast upp í rúm, gripið um loðna fjólubláa koddann þinn og hjúfrað þig í fósturstellingu óskandi þess eins að vakna ekki morgunin eftir svo að þú þurfir ekki að klára ritgerð fyrir félagsfræði og fara í vinnuna? Fundið fyrir stingandi sársauka þegar ofsóknaróður kötturinn þinn glefsar í tána á þér? Glaðvaknað við það og skrifað blogg um hamfarir þínar kl. 4.13 að nóttu til? Velt fyrir þér afhverju? Afhverju þú sért að gera þetta?

Ég hef. (Rosalega er ég artí þegar ég get ekki sofið).

Kv.Andrea

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtileg helgi sé ég.
Gaman, Gaman

sunnudagur, nóvember 13, 2005 1:37:00 e.h.  
Blogger Höjkur said...

hamfarir þínar jafnast ekkert á við hjamfarir mínar undanfarna viku


ég gladdist samt við að lesa um þær. ég hef gaman af óförum annara

-höjkur

sunnudagur, nóvember 13, 2005 5:58:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

*oooooooooorg*

Æ, fyrirgefðu andrea mín... ég hefði átt að fara þarna út með þér. Mér þótti þetta ósköp leitt. Gett ég bætt þér þetta upp. Ég hér með býð þér í tesopa til mín :)

*færi mig nær og nær horninu flóttaleg á svip*

sunnudagur, nóvember 13, 2005 7:45:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Takk, takk, takk fyrir allar farnaðaróskirnar :) Þær glöddu mig. Hildur, ég sætti mig vel við tesopa *skoðar Zetuna á enninu á sér* Skemmtilegt *Gonzooooooorg!!*

sunnudagur, nóvember 13, 2005 9:49:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

.....taka með þér skauta næst? :D

sunnudagur, nóvember 13, 2005 10:45:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Skemmtileg færsla

mánudagur, nóvember 14, 2005 11:54:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað allir skemmta sér yfir óförum þínum...

Oh, jæja... ætli allir hlæji ekki að fólki dettandi þarna einhversstaðar uti í hálkunni.

mánudagur, nóvember 14, 2005 6:29:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Dr.Gonzo gerði grape skemmtileg

laugardagur, nóvember 19, 2005 4:46:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home