mánudagur, nóvember 24, 2003

Halló!

Sorry, hvað ég er ekkert búin að skrifa leng, elsku áhangendur, en ég er bara svo löt.

anyways... margt búið að gerast hjá mér...eða ekki...

Jú, ég fékk miða í Laugardalshöllina á hina stórgóðu hljómsveit Muse og hlakka ekkkert lítið til 10.des (en fyrir þá sem ættu að skammast sín fyrir að vita ekki þá eru tónleikarnir haldnir þá). Gaman að því. Annars er það eina sem ég get röflað um hvað lífið er óréttlátt og svívirðilegt í minn garð. Ég á mér nú orðið engann frítíma aflögu fyrir mín áhugamál og iðulega kosta þessi áhugamál einhvern helling svo að ég verð víst að leggja þau niður endanlega til þess að eiga fyrir jólagjöfum fyrir þessa gelgjuhjörð sem kalla sig vini mína og hringja síðan aldrei í mig og tala yfirleitt aldrei við mig nema í tímum eða sundi (ég á ekki við þig elskan ;o) þú veis það sjálf) ónei! síðan þurfa kennarnarnir líka að leggja mig í einelti með margendurteknum tilraunum til að drekkja mér í heimalærdóm, en ég er sterk og kann að synda ( er samt farin að efast um það ) og öllu sem því fylgir, ég tala nú ekki um hvað skólinn er orðinn langur hjá mér á daginn, ég er bókstaflega lengur í vinnunni en mamma! og hún fær borgað fyrir það, er það nú meiri vitleisan. En er það nú ekki allt talið upp, heldur er strætókerfi kópavogs og reykjavíkur líka með eitthvern pirring í minn garð ( gvöð veit nú af hverju ) og eru nú farin að heimta að ég hendi heilli kókdós fyrir það eitt að borga 220 krónur fyrir að sitja í hráköldu gulu ferlíki! held nú ekki, varð því að bíða í 20 mínútur í viðbót í sjöppunni minni í félagskap Steikts og Skíts. Og þegar ég kem heim eftir erfiðann og langann vinnudag bíður mín ekkkert annað en volæði á pönnu (gamalt hakk) sem ég á víst að þvinga oní mig til þessa að minn ástkæri kvenkyns foreldri verði ekki reiður , en verð þá að fara niður í kveldmat núna, Kv. ANDREA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home