mánudagur:
Bonjour! djössins helvítis bloggfjandar! eg kemst ekkrt inná bloggið mitt! þetta er svooo asnalegt sistem að það gæti grillað nótur. Eg komst ekki inná bloggið mitt, sem eg, btw gerði i gær! hvernig getur ein manneskja verið svo gleymin að gleima username-inu sínu á einum degi! Ég skil þetta ekki! En anyways þá ætla eg hér með að gera þetta að blogginu mínu, og á það margt sameiginlegt við "gamla" bloggið, enda eru þau nákvæmlega eins :o) Hér mun eg skrifa um mitt skrítna líf, hugsanir mínar, tillfinningar og pælinar óáreitt frá heiminum. Það er gott.
!!! athugið !!! það eru einungis 4 dagar þanga til eg fer út i sólina, og fyrir þá sem ekki vita fyrir (ef það eru einhverjir) þá hefur fjölskylda mín ákveðið að skreppa í sumarleyfi af klakanum og út í sólrík héruð frakklands!
þetta finnst mer tíðindi og hlakka mjög til!
Dagurinn: í dag vaknaði eg og fór nirrí eldús af gömlum vana að fá mer í gogginn. Svo fór ég með allt mitt hafurtask í menntahúsið mikla til að þola einn dag af píningum. En raunin varð önnur, við sátum og gláptum á imbann allann tímann (hrós fyrir óaðfinnanlegt menntakerfi íslands) Svo, eftir "tíma" vorum við vinkonunar (Sunna, ég, Íris og Thelma) sendar í eftirsetu í 2 heila tíma...en ekki lærðum við, ónei! þvert á móti, skreittum við veggi, teiknuðum heilann helling af myndum og stálum hlutum...svo sendum við út SOS miða og bundum peysurnar okkar saman og ætluðum að strjúka...við hættum við. Eftir setan var þar af leiðandi ekki eins leiðinleg og eg helt, þótt inná milli komu augnablik sem voru leiðinleg vorum við mestallann tímann grenjandi úr hlátri. Eftir þessa bráðskemmtilegu eftirsetu skildum við eftir love note og lyktareyðir sem við tókum úr sjoppu i Hvalfirði. Síðan laumuðumst við út og fórum niður í sjoppu þar sem var fullt af fólki, en skítt með það. Það var alveg steikjandi hiti og eg var að kafna. svo eg ákvað að verða löt og fara heim í strætó...(er greinilega alltaf löt) og nú er eg komin heim að borða abt-mjólk, viðbjóður en annars má eg ekki drekka kók svo það er þess virði.
PÆLING DAGSINS: hvort er tweety kall eða kona??? eg held að hann sé kona, því að ef hann væri kall væri hann með rosalegt ssshlong því hann er með allstórar fætur. Þar af leiðandi myndi það örugglega örugglega sjást, því eins og aðrar teiknimyndapersonur er tweety alsber! btw, afhverju eru allar teiknimyndapersónur alsberar? ég kenni innvæðingu kláms í skemmtanaiðnaðinn um...eins og til dæmis bugs bunny, andrés önd (sem er ekki i brókum) mikki mús (alltaf á brókunum) og bangsímon! tilviljun? --ég held ekki!