miðvikudagur, júní 04, 2003

Hjelló! Núna er skólinn búinn sem er gott, þvi þá þurfum við ekki að mæta í hann! Svonerða! en jæja! ég er byrjuð að pakka á fullu og iða í skinninu af tilhlökkun! ROSA ROSA HLAKKA ÉG TIL!

DAGURINN: Í dag fór ég , aldrei þessu vant í skólann klukkan níu að staðartíma, vegna þess að nú er Lindaskóli formlega kominn í sumarfrí! það er mjög gaman að vita! en síðan fekk eg´einkunnirnar mínar og stóð ég mig bra alveg skítsæmilega! eg fekk 8.7 í meðaleinkunn *mont* :o) . Við vinkonurnar höfðum einnig ákveðið að koma með öll föt sem við áttum ekki og voru samt heima hjá okkur (af einhverri óútskýranlegri ástæðu) í skólann og láta eigedur fá þau, og eftir slitin fórum við inní vb-stofuna og gerðum stóra hrúgu á gólfið og flokkuðum föt! ég fekk heilann poka af fötum út úr þessu, og fannst margt sem hafði verið týnt mjög lengi...mjög ánæjuleg stund! svo bættist það uppá að ég fekk 1000 kr. endurgreiddar fyrir tryggingagjaldið á skápnum mínum! og mamma veit náttla ekkert um það! En eins og venjulega fór eg niður í sjoppu og fór til góðvinars mín, hans Gunna ljósmyndara og fekk myndirnar sem Íris, Gerður og ég létum taka af okkur og heppnuðust þær afkáralega vel, en nóg um það! svo fekk eg pabba minn í að sækja mig og keyra mig heim, og þegar eg kom heim fór eg að pakka niður í BLEIKU ferðatöskuna mína. ég er ekki buin að þvi, sökum þes að margt er skítugt og er að fara í nýju þvottavélina okkar, já það er satt! fjölskylda mín fjárfesti í fallegri þvottavél nú á dögunum, þessi á víst að geta þvoð föt! (ólíkt þeirri gömlu sem er, samkvæmt mínum upplýsingum eldri en mamma mín!) Hún er hvít, straumlínulaga og með ljóbláum tökkum! rosalega smekkleg og passar alveg inní þvottahúsið. Rosalega lekkert allt saman! en núna er eg komin heim og sit og pikka í einhverja takka með táknum á, hvað ætli það þýði? dumm dumm dummmmmmmm...ætlar Anne May að fallast í freistni með Lyle? Hver er blóðfaðir Ferdinands og hver er maðurinn úr fortíð Susan sem hún sá á stórmarkaðnum? þetta færðu allt að vita í næsta þætti af " The days of your lifes"....stay tuned for Conan O'brian! comming up....

PÆLING DAGSINS: Eldhús. ég fatta ekkiorðið eldhús! það er ekki hægt! eldús er ekki hægt! eg meina, ef þaður pælir í því, þá er ekki hægt að geyma eld inní húsi því það kveiknar náttla í húsinu útaf eldinum! Mér finnst að orðið eldhús eigi að vera afnumið vegna fáránleika orðsins. þú getur ekki hafið eld inní húsi, og ekki heldur byggt hús úr eld, þannig að orðið meikar ekkert sens! mér finsnt að þetta sérstaka herbergi þar sem maður býr til matinn ætti að heita matarundirbúnings herbergi eða eitthvað svoleiðis, því eldhús er náttúrulega bara fáránlegt!

!!! athugið !!! það eru bara 3 dagar eftir!!! ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til! reyndar eru bara 2 dagar og 2 nætur! svo fer eg nebba snemma um morguninn.+

fáránleiki: táin á þer er föst í tölvuborðinu og eg nenni ekki að losa hana...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home