sunnudagur, nóvember 30, 2008

Viðhorfskönnun.

Ef þú ert að lesa þessi orð vil ég að þú skiljir eftir skilaboð í lok þessarar færslu. Hún þarf ekki að vera nafngreind, þú þarft ekki að segja neitt, bara láta mig vita. Ég er að hugsa um að skipta um upphafssíðu á vafraranum mínum, sjáðu til, og ég hef haft þessa síðu í svolítin tíma í falskri von um að sjá nýtt kóment í hvert sinn sem ég opna vafrarann. Ég neita að lifa í slíkri blekkingu mikið lengur og því vil ég bara vita hvar ég stend. Þakka þér fyrir samvinnu þína.

Annars er ég bara að drepa tíma, í rauninni. Að skrifa ritgerð um konur Múhameðs spámanns reyndist ekki vera alveg jafn spennandi og ég hafði vonað. Undir venjulegum kringumstæðum gæti ég get ritgerðarskrifin minna óberanleg með því að fá mér svo sem einn kaldan jólabjór en ég má það ekki einu sinni, þökk sér klaufaskap Alexander Fleming. Vegna þess að ég er með bakteríusýkingu í raddböndunum. Þrefalt húrra fyrir mér! Ég hljóma eins og Tom Waits. Með kvef. Sem betur fer er þetta síðasta verkefnið mitt í MH. Tvö próf til viðbótar og ég er búin. Þarf aldrei að koma þangað aftur. Nema kannski á útskrifina. Nema mér takist að láta reka mig eins og síðast.

Það er alveg ótrúlegt hvað maður ratar alltaf hingað aftur á prófatíma. Það er í raun það eina sem þið getið treyst á, færsla á hálfs árs fresti, í byrjun desember og í byrjun maí. Reyndar ekki lengur, síðan ég er að útskrifast. Ég get samt ímyndað mér að ég eigi eftir að blogga mikið þegar ég fer til Nueva York, verð líklega svolítið einmana fyrst um sinn. Ætli það verði ekki bara jákvætt fyrir mig af skipta um umhverfi í nokkra mánuði. Stundum finnst mér eins og það sé ekkert spennandi á Íslandi lengur. Svo hitti ég oftast einhverja nýja manneskju sem veitir mér smá innblástur í nokkrar vikur. Svo dett ég aftur í sama svaðið. Hlutfallslega hlít ég þá að fá mun meiri andgift í Nýju Jórvík, því þar er auðvitað miklu fleira fólk en á Íslandi - hvað þá mínu félagslega munstri á Íslandi, sem er einstaklega sorglegt. Mér finnst ég tala að jafnaði við svona 30 einstaklinga á mánuði. Það er mjög lítið. Fyrst þegar ég kynntist vinum mínum var ég svo fegin að hafa hitt hóp af fólki sem voru ekki fífl og hálfvitar að ég byggði í kring um mig rammgert virki, og nú kynnist ég aldrei neinum nýjum. Þess vegna held ég að New York verði jákvæð breyting, jafnvel þó ég verði ótrúlega einmana fyrst um sinn. Þetta er ákveðin hræðsla, góð hræðsla? Ég veit ekki hvert ég er að fara með þetta. Ég ætti kannski bara að snúa mér að eiginkonum Múhameðs í stað þess að mala hérna viðstöðulaust af engri sérstakri ástæðu.

Hlýja, Andrea Björk

laugardagur, nóvember 01, 2008

Svarta húsið við hafið.

Æ, ó. Ég er þunn. Búin að liggja í volæði (og töluverðum vindgangi) að skoða gamlar bloggfærslur síðan ég kom heim. Ég verð að segja, mér til mikillar mæðu, að þetta blogg hefur litið sinn fegursta fífil. Í gamla daga, þá voru færslurnar langar og kómentin mörg. Og mikið fjör og umræður í kómentglugganum. Fólk að kómenta úr öllum áttum og flestum bæjarfélögum. Jafnvel frá útlöndum. Nú eru bara alltaf sömu þrír sem kómenta (ekki misskilja, ég kann mjög að meta ykkar framlag), enginn skoðar þetta pleis lengur. Svo fer sem fer, nú er ég bara gömul og óáhugaverð.

Ég fann sérstaklega fyrir því hvað ég er gömul í stórfélagsferðinni sem ég var að koma úr áðan. Allir voða ungir og ælandi og í sleik og voða gaman. Nema ég... gamle gamle. Náði þó einhvernvegin að ölva mig upp og tók allan tilfinningaskalann á einu bretti - það var hlegið, grátið, dansað og kýlt. Og þó ég hafi komist upp með alskonar vitleysu á mínum fyrri fylleríum (brjótast inn í sundlaugar, gera mér tóga úr íslenska fánanum o.s.fv.) held ég að nú hafi ég náð toppnum. Einhvernvegin í ölvunarbrjálæði mínu tókst mér að leggja drög að Femínistafélagi NFMH. Nú er bara spursmál hvort allar þessar dömur sem sýndu hugmyndinni áhuga og hvöttu mig áfram hafi enn áhuga á þessari skemmtilegu hugdettu. Auðvitað voru ekki allir eins hrifnir og vissulega náði ég að rífast við um það bil 30% stórfélagsins á fáeinum klukkutímum, en hin 70% faðmaði ég eflaust og bauð upp á vodka sem ég átti ekki sjálf. Þetta er allt frekar óljóst, en þegar ég áttaði mig á því hversu stórt hlutfall karlkyns stórfélagsmeðlima eru leiðinlegar karlrembur prísaði ég mig sæla að eiga mína vini að, sem eru ekki fífl upp til hópa. Jæja, ég þarf víst að fara að finna mér grímubúning, boðið í hrekkjavökuteiti hjá tengdó. Hvað ég gæfi ekki fyrir smá íbúfen núna. Örugglega svona... 500 kall og eina Penthouse-spólu.

Og nú... hvolpar í beinni: http://cdn1.ustream.tv/swf/4/viewer.45.swf?cid=317016 !!!

Hlýja, Andrea Björk