Svarta húsið við hafið.
Æ, ó. Ég er þunn. Búin að liggja í volæði (og töluverðum vindgangi) að skoða gamlar bloggfærslur síðan ég kom heim. Ég verð að segja, mér til mikillar mæðu, að þetta blogg hefur litið sinn fegursta fífil. Í gamla daga, þá voru færslurnar langar og kómentin mörg. Og mikið fjör og umræður í kómentglugganum. Fólk að kómenta úr öllum áttum og flestum bæjarfélögum. Jafnvel frá útlöndum. Nú eru bara alltaf sömu þrír sem kómenta (ekki misskilja, ég kann mjög að meta ykkar framlag), enginn skoðar þetta pleis lengur. Svo fer sem fer, nú er ég bara gömul og óáhugaverð.
Ég fann sérstaklega fyrir því hvað ég er gömul í stórfélagsferðinni sem ég var að koma úr áðan. Allir voða ungir og ælandi og í sleik og voða gaman. Nema ég... gamle gamle. Náði þó einhvernvegin að ölva mig upp og tók allan tilfinningaskalann á einu bretti - það var hlegið, grátið, dansað og kýlt. Og þó ég hafi komist upp með alskonar vitleysu á mínum fyrri fylleríum (brjótast inn í sundlaugar, gera mér tóga úr íslenska fánanum o.s.fv.) held ég að nú hafi ég náð toppnum. Einhvernvegin í ölvunarbrjálæði mínu tókst mér að leggja drög að Femínistafélagi NFMH. Nú er bara spursmál hvort allar þessar dömur sem sýndu hugmyndinni áhuga og hvöttu mig áfram hafi enn áhuga á þessari skemmtilegu hugdettu. Auðvitað voru ekki allir eins hrifnir og vissulega náði ég að rífast við um það bil 30% stórfélagsins á fáeinum klukkutímum, en hin 70% faðmaði ég eflaust og bauð upp á vodka sem ég átti ekki sjálf. Þetta er allt frekar óljóst, en þegar ég áttaði mig á því hversu stórt hlutfall karlkyns stórfélagsmeðlima eru leiðinlegar karlrembur prísaði ég mig sæla að eiga mína vini að, sem eru ekki fífl upp til hópa. Jæja, ég þarf víst að fara að finna mér grímubúning, boðið í hrekkjavökuteiti hjá tengdó. Hvað ég gæfi ekki fyrir smá íbúfen núna. Örugglega svona... 500 kall og eina Penthouse-spólu.
Og nú... hvolpar í beinni: http://cdn1.ustream.tv/swf/4/viewer.45.swf?cid=317016 !!!
Hlýja, Andrea Björk
Ég fann sérstaklega fyrir því hvað ég er gömul í stórfélagsferðinni sem ég var að koma úr áðan. Allir voða ungir og ælandi og í sleik og voða gaman. Nema ég... gamle gamle. Náði þó einhvernvegin að ölva mig upp og tók allan tilfinningaskalann á einu bretti - það var hlegið, grátið, dansað og kýlt. Og þó ég hafi komist upp með alskonar vitleysu á mínum fyrri fylleríum (brjótast inn í sundlaugar, gera mér tóga úr íslenska fánanum o.s.fv.) held ég að nú hafi ég náð toppnum. Einhvernvegin í ölvunarbrjálæði mínu tókst mér að leggja drög að Femínistafélagi NFMH. Nú er bara spursmál hvort allar þessar dömur sem sýndu hugmyndinni áhuga og hvöttu mig áfram hafi enn áhuga á þessari skemmtilegu hugdettu. Auðvitað voru ekki allir eins hrifnir og vissulega náði ég að rífast við um það bil 30% stórfélagsins á fáeinum klukkutímum, en hin 70% faðmaði ég eflaust og bauð upp á vodka sem ég átti ekki sjálf. Þetta er allt frekar óljóst, en þegar ég áttaði mig á því hversu stórt hlutfall karlkyns stórfélagsmeðlima eru leiðinlegar karlrembur prísaði ég mig sæla að eiga mína vini að, sem eru ekki fífl upp til hópa. Jæja, ég þarf víst að fara að finna mér grímubúning, boðið í hrekkjavökuteiti hjá tengdó. Hvað ég gæfi ekki fyrir smá íbúfen núna. Örugglega svona... 500 kall og eina Penthouse-spólu.
Og nú... hvolpar í beinni: http://cdn1.ustream.tv/swf/4/viewer.45.swf?cid=317016 !!!
Hlýja, Andrea Björk
1 Comments:
Á þeim tíma voru blogg kúl og við vorum unglingar sem komust varla út úr húsi. Núna eru blogg bara fyrir kvartara á mogganum, er það ekki?
Þú ert ekkert gömul, þú ert bara á föstu...en ég er 'in' í feministafélag. Flest fólk í skólanum virðist varla vita hvað það er að vera feministi. Það verður að sýna þeim ljósið. Feministi er ekki neikvætt orð!
Skrifa ummæli
<< Home