miðvikudagur, júlí 19, 2006

Goat on a pole?

Til allra þeirra sem hafa sitið heima í vangaveltum og svitnað um lófana þá já, gleraugun mín eru fundin. Þau voru innan í kaktus. Já, kaktus. Annars hef ég ekki mikið að segja, en fyrst enginn virðist vera að blogga ætla ég að taka af skarið og gera það.

Sem stendur er ég að horfa á sjónvarpið, einhvern hræðilega kjánalegann gaur að nauðga White Rabbit í ósmurt sparigatið. Virkilega ósmekklegt. Ég skil ekki hvað fólk sér eiginlega við þetta Rock Star: Supernova dæmi. Núna er Jason Newsted að flexa byssurnar fyrir áhorfendur og táningsstúlkurnar gráta. Svona í alvöru, er þetta ekki brandari? Og svo virðist sem alþjóð sé að fylgjast með þessum þætti bara afþví að "okkar maður" er í honum. 65 ára kokkur á vinnustaðnum mínum, sem notabene hlustar á Bylgjuna, er að missa sig yfir þessu. Og flestallt eldra fólkið á vinnustaðnum mínum líka. Og þetta fólk veit ekki einu sinni hvernig lögin sem Magni er að taka hljóma í alvöru. Mér finnst þetta bara asnalegt. Þó ég gruni kokkinn um að fylgjast bara með fyrir brjóstaskoruna á Brooke Burke. Og ég spyr sjálfa mig, hvað er ég eiginlega að gera að horfa á þetta? Ég gæti verið sofandi, og ég ætti að vera sofandi. Stundum furða ég mig á því hvernig ég get tekið svona margar lélegar ákvarðanir á hverjum degi án þess að læra af því.

Já, ókey. Ég er hef lært af mistökum mínum... og núna ætla ég að fara að sofa. Wait wait. Nei, ég ætla í Bubbleshooter. Fyrir alla sem þurfa að drepa tíma mæli ég með þessu: www.goatonapole.com/

Kv.Andrea

sunnudagur, júlí 09, 2006

Góðir tímar.

Af skyldurækni hef ég ákveðið að stimpla inn nokkur orð á meðan ég horfi á úrslitaleik HM 2006, þar sem Frakkland er yfir með 1 mark. Ég er nú ekkert ósköpin öll spennt fyrir þessum leik, ef af tveimur illum kostum verð ég að halda frekar með Frakklandi, mig langar ekkert að Ítalía vinni. Leikurinn í gær var öllu skemmtilegri, þó svo að ég hafi haldið með Portúgal þar þá finnst mér Svænstæger (hætti mér ekki í það að stafsetja það) bara svo ótrúlega svalur að ég hélt hvorki með Portúgal né Þýskalandi - bara Svænstæger. Og tók allnokkur staup honum til heiðurs. Jæja, þá eru Ítalir búnir að jafna. Ég vil opinberlega þakka öllum sem tóku þátt í drykkjufótboltanum í nótt á Ægisíðunni, ég hef ekki skemmt mér jafn mikið í langan tíma.

Annars vil ég vekja athygli á smávegis vandamáli sem hefur hrjáð mig síðan á föstudaginn. Ég veit ekkert hver les þetta blogg þannig að maður veit aldrei, kannski er ég að miðla til rétta fólksins. Ég var nefnilega í teiti hjá Sindra nokkrum Frey á föstudaginn og ég glataði gleraugunum mínum á einn hátt eða annan. Það er ekki frásögum færandi nema hvað að ég hef ekkert fundið þau aftur, og ég þarf eiginlega á þeim að halda svona uppá að tjah... sjá eitthvað. Þannig að ef þið voruð í þessu teiti og fenguð fljúgandi gleraugu í fangið þá á ég þau líklegast og mér þætti vænt um að fá þau aftur.

Jæja, ég er orðin virkilega þreytt þannig að ég held ég beili bara á þessum leik og fái mér lúr, íþróttafréttamennirnir eru hvort eð er að æra mig með plebbleika og hálfvitaskap að öskra úr sér vitið yfir nákvæmlega engu. Þeir eru bara svo ógeðslega óhressir. Næstum því jafn óhressir og allir þessir marblettir sem ég fékk eftir gærnóttina. Ég tek þetta til baka... íþróttameiðsli eru svöl. Meðfylgjandi myndir eru frá því í gamla daga þegar ég var með hár og svalasta mynd í heimi.

Kv.Andrea