sunnudagur, júlí 09, 2006

Góðir tímar.

Af skyldurækni hef ég ákveðið að stimpla inn nokkur orð á meðan ég horfi á úrslitaleik HM 2006, þar sem Frakkland er yfir með 1 mark. Ég er nú ekkert ósköpin öll spennt fyrir þessum leik, ef af tveimur illum kostum verð ég að halda frekar með Frakklandi, mig langar ekkert að Ítalía vinni. Leikurinn í gær var öllu skemmtilegri, þó svo að ég hafi haldið með Portúgal þar þá finnst mér Svænstæger (hætti mér ekki í það að stafsetja það) bara svo ótrúlega svalur að ég hélt hvorki með Portúgal né Þýskalandi - bara Svænstæger. Og tók allnokkur staup honum til heiðurs. Jæja, þá eru Ítalir búnir að jafna. Ég vil opinberlega þakka öllum sem tóku þátt í drykkjufótboltanum í nótt á Ægisíðunni, ég hef ekki skemmt mér jafn mikið í langan tíma.

Annars vil ég vekja athygli á smávegis vandamáli sem hefur hrjáð mig síðan á föstudaginn. Ég veit ekkert hver les þetta blogg þannig að maður veit aldrei, kannski er ég að miðla til rétta fólksins. Ég var nefnilega í teiti hjá Sindra nokkrum Frey á föstudaginn og ég glataði gleraugunum mínum á einn hátt eða annan. Það er ekki frásögum færandi nema hvað að ég hef ekkert fundið þau aftur, og ég þarf eiginlega á þeim að halda svona uppá að tjah... sjá eitthvað. Þannig að ef þið voruð í þessu teiti og fenguð fljúgandi gleraugu í fangið þá á ég þau líklegast og mér þætti vænt um að fá þau aftur.

Jæja, ég er orðin virkilega þreytt þannig að ég held ég beili bara á þessum leik og fái mér lúr, íþróttafréttamennirnir eru hvort eð er að æra mig með plebbleika og hálfvitaskap að öskra úr sér vitið yfir nákvæmlega engu. Þeir eru bara svo ógeðslega óhressir. Næstum því jafn óhressir og allir þessir marblettir sem ég fékk eftir gærnóttina. Ég tek þetta til baka... íþróttameiðsli eru svöl. Meðfylgjandi myndir eru frá því í gamla daga þegar ég var með hár og svalasta mynd í heimi.

Kv.Andrea

8 Comments:

Blogger Benedikta said...

Öss! Þú hefðir ekki átt að beila á þessum leik! Þú missti af því þegar Zidane skallaði niður helvítis Ítalann hann Mazzerati! Bara góðan daginn, kominn í jörðina, rauðu spjaldi flassað og Zidane gengur drullufúll af vellinum nokkrum mínútum áður en lokaleikur ferils hans kláraðist...

Hatur mitt á Ítölum hefur aukist til muna eftir að við töpuðum í gær, plús það að þeir breyttu Krissa (Kristmann, Karate! gaurinn) í fokkin Fabio! Hann var að koma heim, og ég fékk sendar myndir.. ég táraðist, þeir breyttu honum í Ítala...

mánudagur, júlí 10, 2006 8:22:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega gleði.

þriðjudagur, júlí 11, 2006 6:10:00 e.h.  
Blogger Esox lucius said...

litla hjartað mitt sem hefur aldrei neitt að gera tók kipp þegar það sá að þú hafðir bloggað...
takk elsku andrea fyrir að gera líf sumra okkar minna leiðinlegt

miðvikudagur, júlí 12, 2006 10:28:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I like toes, their pretty. ..... Well some are.

I don´t like hairy toes though....
mine are hairy :( I wanna die now
Tata.......

fimmtudagur, júlí 13, 2006 11:40:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

Hvaða fokking kjaftæði er þetta? Færðu ekkert nema einhver helvítis faggacomment? Þetta er næstum faggalegri en þessi hérna gaur:

ryo-ohki: I'm gonna try setting up some Dutch auctions on eBay.
blazemore: you're supposed to be 18 to use ebay though :|
ryo-ohki: Tell that to my 200 pairs of dirty teen boy's undies.

Bara til þess að segja þessu fólki hvað það er faggalegt, ætla ég að skrifa orðið faggi nokkrum sinnum í viðbót:

Faggi, faggi, faggi.

föstudagur, júlí 14, 2006 2:08:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Skarplega athugað. Afhverju eru allir svona emó í þessum blíðskaparstorm?

föstudagur, júlí 14, 2006 5:37:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hefuru séð emóa........ then you would understand

föstudagur, júlí 14, 2006 9:23:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sindri, þú ert ekki bara feitasti fagginn af þeim öllum... heldur sá bitrasti líka...

til hamingju

þriðjudagur, júlí 25, 2006 3:27:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home