þriðjudagur, júlí 26, 2005

Flaggstangir feðganna.

Ég hef ekki bloggað í háa herrans tíð. Svo langt hefur um liðið að þegar ég kom á heimasvæðið mitt þurfti ég að skrá mig aftur inn! Varðandi titil bloggsins... stangir eða stengur? Ég get ekki ákveðið mig, einhverra hluta vegna finnst mér nú samt eins og þetta hafi verið rætt áður. Ástæða bloggleysisins er ekki bara leti, því að ég hef tekið upp þann sið að vinna til klukkan 4 í staðin fyrir að láta eittleitið duga. Í dag hinsvegar kláraði ég klukkan eitt sökum mikillar þreytu og verkja í ónefndum kvenkyns líffærum. Frekar kaldhæðnislegt að pakka lyfjum allann daginn en geta hvergi reddað sér verkjatöflu. Ég tók strætó heim. Strætó #1, það fannst mér fyndið. Ég hef aldrei tekið fyrsta strætó áður. Þetta nýja strætókerfi virkar einstaklega vel fyrir mig í allar vegur. Strætóinn sem gengur í gegnum hverfið mitt fer beina leið frá Sölunum og niður eftir í Hamrahlíð og alla leið á Hlemm. Ennfremur get ég tekið nr.1 frá vinnunni og skipt strax yfir í nr.2 sem fer beinustu leið heim. Mér finnst þetta frábært. Ég er þó frekar smeik við þetta kerfi, nokkuð hrædd um að týnast og enda upp í Skerjafirði (já, það gengur strætó þangað. Hvar Skerjafjörður er, veit ég ekki). Svo er ég auðvitað nýlega búin að fá Rauða kortið, sem að allir vita náttúrulega hvað er. Mamma var svolítið fúl yfir því að hafa keypt það, hún fékk að vita eftir á að nýtt kort, svokallað Skólakort væri komið í sölu. Þetta Skólakort kostar einungis 25.ooo krónur og virkar, er mér sagt í 10 mánuði. Sumsé allt skólatímabilið. Þetta er mikið hentugra en Rauða kortið sem kostar 10.500 krónur og gildir 3 mánuði í senn. Ég reikna með því að þið kunnið öll stærðfræðina ykkar og sjáið að með því að kaupa Skólakortið er maður einungis að græða. EF maður tekur strætó mikið. Sem ég sé fram á að ég þurfi að gera mikið komandi vetur. Mamma var samt eitthvað að tala um að kaupa Skólakortið líka. Kannski ég reyni að selja hitt?

Karen og Lauren fara á morgun. Þær eru bandarískar frænkur mínar sem hafa dvalið hérlendis í 3 vikur, og á morgun munu þær snúa aftur til Boston. Aðspurðar segja þær að Gullfoss og Geysir hafi staðið uppúr ferðinni. Bláa lónið fannst þeim líka einstaklega skemmtilegt. Þarna leiði ég ykkur í ógöngur gott fólk. Við fórum alls ekki með þær á Gullfoss og Geysir né Bláa lónið. Sem stendur eru þær að eyða síðasta deginum í Nauthólsvíkinni. Ekki hefur þó dvöl þeirra einkennst af klisjukenndum ferðamannastöðum. Þær sváfu td. í gestaherberginu okkar, sem er ekki klisjukenndur ferðamannastaður. Þær voru í íslenskuskóla en eina íslenska orðið sem ég hef fengið upp úr þeim hingað til er "snúður". Önnur þeirra er nefnilega mikið fyrir íslenskan mat. Eða bara mat yfirleitt (ze typical American qui?). Hún hefur lagt á ráðin og ætlar að flytja með sér heim steiktann lauk, íslenskar pylsur og glassúrsnúða. Einhver gætu vandræðin þó orðið í tollinum. Það ku vera ólöglegt að flytja út hrátt kjöt. Hún ætlar að setja pilsurnar í smokka og gle... Nei, Djók! Ég fer ekki með þeim uppá flugvöll hvort eð er svo þetta skiptir mig litlu máli. Ótrúlegt hvað Kanarnir heillast samt að SS pylsum. James, Bill og nú Lauren. Eitthvað hef ég þó skynjað að landinn sjálfur sé kominn með hálf leið á þeim... eða er það kannski bara ég?

Dagurinn: Fyrst vaknaði ég um fjögurleitið í nótt sökum nístandi verkja, fékk mér verkjalyf og fór aftur að sofa. Vaknaði síðan spræk klukkan 7 og stökk framúr, skokkaði niður í eldhús hress í bragði og skellti í mig staðgóðum morgunverð, hélt svo glöð í bragði til vinnu (málsgreinin öðlast sannleiksgildi þegar þið takið öll orðin, finnið andheitið af þeim og notið í stað hinna orðanna). Þegar ég kom í vinnuna fattaði ég að ég hafði gleymt starfsmannakortinu mínu. Það bætti ekki ástandið. Eftir að hafa pakkað fæðingarvegs og endaþarmsstílum var Alka-Seltzer ekkert svo slæmt. Nennti þó ekki að eyða öllum deginum í það og fór snemma heim. Núna veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera. Ætla þó að hita mér flatböku eftir að ég kunngeri þessa færslu. Svo þarf ég eflaust að eyða einhverjum tíma með Kanagellunum áður en þær fara, ég hef verið ódugleg við það upp á síðkastið. Oh, ég hef ekkert að skrifa um lengur.

Unaður dagsins: Þetta er nýr liður sem mig langar að koma inn, hann útskýrir sig kannski ekki alveg sjálfur. Hér mun koma eitt atriði sem kitlar skilningavit mín. Einhver góður matur, lykt eða áferð. Eitthvað fallegt, kannski myndir. Ef ég læri einhvertíman að setja svoleiðis inn. Það hefur gengið brösulega hingað til. Ef einhver er tilbúin að kenna mér það, vinsamlegast hafið samband. Þessi liður verður breytilegur, kemur og fer... svona eins og Tónlistin, ég er að hugsa um að bæta Speki dagsins við líka, endilega tjáið ykkur um breytta dagskráliði, en aftur að aðalatriðinu. Unaður dagsins í dag er: Lyktin af nýslegnu grasi. Ah, það er algjer unaður... hvað segir meira sumar en lykt af nýslegnu grasi?

Pæling dagsins: Luma ekki á góðri pælingu sem stendur. Ég finn hinsvegar sterka löngun að fara á Innipúkann og mér finnst fáránlegt að setja aldurstakmark á tónlist. Var reyndar að pæla hvort ég gæti laumað mér inn ef ég fæ mér eitt svona: http://www.superherodesigns.com/journal/fake_mustache.jpg
Trúverðugt ekki satt? Og kæmi bara nokkuð vel út á mér, þó ég segi sjálf frá. Ætti ég að kaupa mér miða og hætta á að komast ekki inn, eða á ég að rotna heima? Einhver sem er tilbúinn að gerast forráðamaður minn og koma með mér? Yeeeah.

Kv.Andrea

miðvikudagur, júlí 13, 2005

We ride together, we die together!

Haha. Þetta sagði einn af vinnufélugum mínum áður en við fórum í reiðtúr síðastliðinn mánudag. Ég átti erfitt með að fela brosið. Reiðtúrinn var mjög skemmtilegur, hef ekki fengið að sleppa svona af beislinu síðan fyrir rúmu ári, í síðustu réttum. Eftir reiðtúrinn fórum við í sund og svo í mat hjá Héðni. Vá, ég var svo þreytt eftir daginn, minn guð! Fyrir hádegi fórum við Skúli líka í garðyrkju hjá Vinnuskólanum. Það var leiðinlegasta vinna sem ég hef lent í á ævinni. Rigning, mold og kuldi... og bara 400 krónur á tíman! Þetta er ekki mönnum bjóðandi. Eftir daginn var ég svo rosalega þreytt og aum í bossanum. Þriðjudagurinn var allskostar betri, þá fór ég að vinna í skógrækt með Hildi snillingi og við skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir ósköp leiðinlegt veður. Síðustu helgi gerði ég ósköp lítið, kíkti upp í Borgarfjörð í barnaafmæli. Frænka mín var að verða... guð veit hvað, svona 12 ára leyfi ég mér að giska. Ég sá hana í Metallicabol nokkrum dögum fyrr og það kom mér vitaskul verulega á óvart þar sem að ég er eini kvenkyns tónlistarunnandinn af frændsystkinunum. Með þessu litla fræi sá ég mikla möguleika fyrir góðu tré. Ég ákvað að gefa henni geisladiska í afmælisgjöf. Ég ætlaði nú samt ekki að skella á hana einhverju af því sem ég er að hlusta á... hún er nú einu sinni bara 11 eða 12 ára. Ég keypti The Colour and The Shape með Foo Fighters og (What's the story) Morning Glory? með Oasis, og ég tel að þetta séu með auðmeltari diskum sem hægt er að finna. Þegar við fórum svo upp eftir í Reykholt ("Eigi Skal Höggva" Reykholt) og ég gaf henni afmælisgjöfina réð ég ekki mikið úr svipnum hennar... hún hafði allaveganna ekki heyrt NEITT af lögunum áður... Hvernig í ósköpunum er hægt að vera lifandi og hafa ekki heyrt Wonderwall? Jæja, vonandi gefur hún diskunum sjens. Það er voða leiðinlegt að vera á ættarmóti og reyna að tala um tónlist...

Dagurinn: Þar sem ég er á milli vinna þá fékk ég fyrsta frídaginn minn í allt sumar í dag. Ég hafði planað að sofa til svona tvö og kúra til fjögur en neiiii... pabbi vakti mig klukkan tólf! Uss... ég ætti að hringja í SÞ og kæra mannréttindabrot. Allaveganna. Eftir að hafa fengið mér staðgóðann morgunverð skellti ég mér í sturtu og það var skemmtilegt, eins og venjulega. Finnst ykkur gaman í sturtu eða er ég bara rosalega skrítin? Mér finnst ótrúlega gaman í sturtu og get verið í sturtu klukkutímunum saman. Gerir það mig skrítna? Jæja, eftir sturtuna fór ég að baka með mömmu. Kræsingarnar niðrí eldhúsi fást ekki með orðum lýst. Namm... Jæja, annars er ég bara búin að liggja og hlusta á tónlist eins og gengur og gerist. Á morgun byrja ég svo í nýju vinnunni minni... ég er ekkert stressuð, sem er skrítið afþví ég verð alltaf stressuð þegar ég þarf að umgangast ókunnuga og gera hluti sem koma mér spánskt fyrir sjónir. Fyrirtækið sem ég er að vinna fyrir núna heitir Vistor, mamma mín vinnur þarna... og í staðin fyrir eitthvað smá sumarfrí fæ ég að setja strikamerki á lyf. JIBBÍ! Og þetta verður betra... ég *fæ* að vera með hárnet í vinnunni! Og ég má ekki hlusta á tónlist né vera með síma. Ég fæ kortershlé á þeim fimm klukkutímum sem ég verð þarna daglega. Hljómar þetta eins og helvíti fyrir ykkur eða er ég ein um það? Eini góði hluturinn við þessa vinnu er líklega staðreyndin að þetta er ríflega helmingi betur borgað en gamla vinnan mín. Veit samt ekki hvort ég nenni að vera í þessarri vinnu, ef félagsskapurinn er ekki góður. Well, við sjáum til hvernig þetta gengur.

Pæling Dagsins: Ég er alveg tóm. Þegar það er enginn skóli hættir heilinn á mér að virka og ég þurfti að pína mig til þess að byrja að skrifa þetta. Ég rakst reyndar á áhugaverða grein á Huganum áðan. Tilgangur lífsins, gott fólk. Ég á erfitt með að ákveða minn tilgang... kannski er ég bara það ung að ég get ekki fundið hann. Hver er ykkar tilgangur? Eruð þið búin að finna ykkar tilgang? Endilega segið ykkar skoðun á málinu í kómenthorninu. Hérmeð kveð ég að sinni, Andrea has left the building.

Tónlistin:
This Place Is A Prison - The Postal Service (fær maður ekki bara hroll yfir öllum lögunum þeirra? Það finnst mér.)
Jolene - The White Stripes (Vá, svo tilfinningaþrungið að loftið verður þungt.)
All Is Full Of Love - Björk (Ég þarf í rauninni ekkert að segja hér.)
Don't Panic - Coldplay (Garden State! Jibbí!)
New Slang - The Shins (Need I Say?)
Ne Me Quitte Pas - Jaques Brel (Þetta lag er nú bara alger snilld. Fyrir frönskuhatara bendi ég á ensku útgáfu Emilíönnu Torrini sem heitir "If You Go Away")
Angie - Stereophonics (Rúllandi Steina ábreiða, meiriháttar.)
Það eru mörg mörg fleiri en ég nenni ekki þessarri upptalningu lengur. Mig langar í kók.

VIÐBÓT! Ég gleymdi að segja frá því að ég keypti mér einnig alveg hreint stórgóða diska í Skífunni um daginn. Fyrst ber að nefna diskinn Details með hljómsveitinni Frou Frou sem ku vera blanda af Imogen Heap og Guy Sigsworth. Fyrir þá sem ekki kannast við hljómsveitina Frou Frou þá átti hún lagið "Let Go" í lokaatriði kvikmyndarinnar Garden State... þegar þau voru á flugvellinum ef ég man rétt. Alveg frábær diskur og frábær tónlist. Seinni diskurinn sem er frásögum færandi er svo með Portishead, fluttur "live" í Roseland NYC. Alveg frábær diskur, mæli með honum fyrir alla Portishead aðdáendur, eða jú... bara alla. Hildi fannst hann einhvernvegin of ó-live, en ég fann ekki fyrir því... mér finnst hann alveg peninganna virði.

Önnur viðbótin er sérstaklega gerð fyrir Hildi sem var ósátt við skort bloggsins á umfjöllun um kúkabrandarana okkar, háklassa húmor ekki satt? Jú, þegar maður umgengst skít alla daga getur maður varla hamið sig. Ég missti saur í vinnunni. Svo vorum við að grafa svona langt með hvítu dóti á, og það var loðið... við grófum það í kúk. YEBB. Einnig vil ég koma því á framfæri að örvhentir eru frábærir og bestir og sá sem reynir að mótmæla því mun fá runu af örvhentum mikilmennum í smettið frá undirritaðri. Já, við erum svo frábærar. Það er einnig svolítið fyndið að segja frá því að Hildur reyndi að sannfæra mig um að Thom Yorke vildi ganga með börn einhverrar konu, ég tók hana ekki trúverðuga. Hingað til hefur einhver kona gengið með börnin hans skilst mér. Mér ber líka að nefna það að hljómsveitin CleverToy munu bara taka inn örvhenta, sorrí fólk... þið gætuð reyndar tamið ykkur þann frábæra sið að nota hina heilögu hönd en þá er bara ein hindrun yfirstigin. CleverToy er nefnilega best. Jæja, nóg komið af rugli. Þessi viðauki var í boði Hildar Maríu. Klöppum fyrir því.

Kv.Andrea

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Grow a fucking heart, love

Hola. Þar sem að ég fór ekki í vinnuna í dag þótti mér þetta ágætist tími til þess að skrifa smávegis. Undanfarnir dagar hafa verið ívið uppátækjasamir. Fimmtudaginn síðastliðinn fór ég á Duran Duran tónleika með Írisi og mömmu. Nú eruð þið líklega að hugsa: "Gvöð minn eini, lúúúúser að fara með mömmu á tónleika!". En nei! Hún mamma mín er mest überhip- og kúl manneskja sem um getur. Ég ulla á ykkur sem keyptuð ykkur miða á Reykjavík Rocks fyrir morðfjár. Ég sá nú allann pakkann fyrir ekki nema 3000 krónur! Afþví að mamma mín er kúl.
Duran Duran tónleikarnir voru að mínu mati alveg ágætir. Þar var ég á B-svæði, og sá ekki mikið nema sveitta náttúrufræðikennara og ljósashow. Ljósashowið var samt freekar flott sko. Við komum frekar seint, afþví að miðarnir bárust okkur fríkeypis og við nenntum eiginlega ekki ein höfðum svo ekkert betra að gera. Misstum af "Hungry lika the wolf" sem er alveg ágætt því að mér hefur aldrei líkað við það lag, skil ekki afhverju það er svona frægt og vinsælt þegar "Girls on Film" td. er svo mikið mikið betra. Ég var reyndar soldið fúl útí LeBon fyrir að hafa ekki sungið "Save a Prayer", heldur látið salinn syngja það. Annars fannst mér tónleikarnir bara ágætir. Í gær hinsvegar fór ég á Foo Fighters og Queens of the stone age á A-svæði. Það var BE-RJÁLÆÐI.

Lengi vel ætlaði ég ekkert á tónleikana, hugsaði með mér að Egilshöllin væri crappy tónleikasalur, B-svæði væri ömurlegt og ég hefði hvort eð er ekki pening. Svo blessuðust yfir mig miðar úr ólíklegustu átt á síðustu stundu. Mömmu. Ég kann ekki að skrifa gagnrýni um hluti, svo ég ætla ekki að reyna það, hljóma málefnaleg og kjánaleg. Mér fannst tónleikarnir geðveikir. Það var langt síðan ég fór á almennilega tónleika og þessir tónleikar fóru beint í æð. Queens of the stone age voru überkúl á sviði, svona eins og einhver myndi segja... "alvöru rokkarar", ef það væri til það er að segja. Komu á sviðið drekkandi vínið sitt, reykjandi sígaretturnar sínar og algerlega carefree. Josh Homme með mjaðmasveiflurnar sínar... yummie. Hápunktur tónleikanna þeirra var líklega gítarsólóið í miðju "No one knows" ... Það var geðveikt. Ég týndist reyndar í þvögunni og fékk á mig nokkur allsvakaleg högg, komst alveg fremst og lenti fremur harkalega á grindverkinu. Svo leið yfir mig afþví ég er greinilega algjör aumingi. Það var samt ókey að vera dregin yfir þar sem að ég var líklega eina stelpan í 3 metra radíus og allar vinkonur mínar löngu farnar. Mesti bömmerinn var þó að þegar ég var að jafna mig á biðsvæðinu kom "Go with the Flow" og ég missti af helmingnum afþví einhver sjúkraliði reyndi að þröngva ofan í mig hálfri vatnsflösku og hélt því fram að ég liði vökvaskort. Fásinna. Mér til mikillar armæðu tóku þeir ekki "First it Giveth" sem ég hefði viljað sjá, sem og "Medication" af nýja disknum.

Foo Fighters eru sannir Íslandsvinir, sem er ekki hægt að segja um marga. Strax í byrjun tónleikanna tóku þeir fulla syrpu af frábærum lögum, alveg geðveikum. Af öllum hápunktunum get ég ekki valið einn, en sumt stendur uppúr. Þegar þeir tóku "My Hero", það var geðveikt. Eitthvað þvældist ég svo aftur inn í þvöguna, en um það bil sem ég var farin að finna fyrir þrengslum og óþægindum kom bandarískur herramaður mér til bjargar. Hann hét Brandon, og var með axlir. Axlir sem ég fékk svo að sitja á. Við skulum orða það þannig að ef ég hefði verið með kústskaft hefði ég getað potað í Dave, ég var svo nálægt. Svo var einn af klæmöxum kvöldsins þegar þeir tóku "Everlong", eitt af mínum uppáhalds. Það er bara svo yfirgengilega geðveikt lag, og svo söng Dave það og spilaði svo hægt og rómantíkst að ég fékk hroll niður bakið. Eitthvað virkaði lagið líka rómantíkst á Bandaríkjamanninn Brandon því hann fór að færa sig nær og gera sig heimkominn. Mér leist ekki á blikuna og stakk af. Síðasta lagið sem þeir tóku svo var "Breakout", og það var nákvæmlega það sem ég gerði. Geðveik upplifun, geðveik hljómsveit. Án gríns, þeir sögðust ætla að koma aftur og ég gæfi hægri hendina fyrir að sjá þá á accoustic tónleikum. Foo Fighters er bara þannig hljómsveit að lögin þeirra eru líka flott accoustic. Plús það að mig langar ótrúlega mikið að sjá og heyra "Walking after you" með eigin augum og eyrum. Eftir tónleikana fann ég svo Erlu Dóru, en ég hafði ekki séð hana alla tónleikana. Við vorum svo sniðugar að láta Írisi geyma símana okkar og peninga, en svo stakk hún okkur af sem og allir aðrir sem við þekktum og við vorum einar eftir einhverstaðar út í auðninni (Egilshöll)... Á endanum fengum við svo far hjá einhverjum ósköp drukknum og yndælum Dana sem var að vinna þarna. Aldrei fara upp í bíl með ókunnugum, sérstaklega ekki Dönum. Við komumst þó heilar heim um eitt leitið. Ég rotaðist strax á koddanum.

Dagurinn: Vaknaði í morgun spræk fyrir vinnuna. Það var áður en ég opnaði augun. Kom svo í ljós að ég gat bara ekki opnað augun, og ég svaf allt til klukkan tólf en þá loksins gat ég opnað augun. Mig verkjar í allann líkamann, hægri fóturinn á mér er blár og ég er með HEVÍ exem eftir að hafa blandað svita með svona 40 manns í gær (stelpur sem voru með mér í leikfimi í vetur, þetta er svæsna exemið... já, það er komið aftur). Og svo er ég náttúrulega með rosalegann hausverk. Þetta fær maður fyrir eitt kvöld af eintómri gleði. Ég sé samt ekkert eftir því að hafa farið. Dagurinn er búinn að líða hægt, en það er sossum ágætt. Ég er ekki búin að fá neitt sumarfrí og það lítur út fyrir að ég eigi ekki eftir að fá neitt. Leikjanámskeiðið er að klárast og ég var farin að búast við því að láta þar staðar numið og fara í sumarfrí en svo bauð mamma mér vinnu. Já, mamma snillingur. Sú vinna ku vera helmingi betur borguð, en ég veit reyndar ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara að gera. No matter to me... bara svo lengi sem ég hef eitthvað að gera.

Pæling dagsins: Væri það ekki meget kúl ef Taylor Hawkins myndi stofna hljómsveit þegar Dave Grohl leggst í helgan stein? Og svo myndi hann fá sér geðveikt hæfileikaríkann trommara sem myndi seinna stofna aðra hljómsveit sem myndi svo... já, þið skiljið. Ég held að það sé bókað. Taylor er meira að segja aktífur í lagasmíðum fyrir og tók eitt lag á tónleikunum. Það er meira en Kurt leyfði Dave nokkurtíman að gera. Ja, mér finnst þetta allaveganna æði. Hef enga aðra pælingu á færibandinu sem stendur, og færslan er orðin frekar löng hvort eð er. Segjum þetta gott í bili.

Kv.Andrea - Sem er skotin í Taylor Hawkins