Flaggstangir feðganna.
Ég hef ekki bloggað í háa herrans tíð. Svo langt hefur um liðið að þegar ég kom á heimasvæðið mitt þurfti ég að skrá mig aftur inn! Varðandi titil bloggsins... stangir eða stengur? Ég get ekki ákveðið mig, einhverra hluta vegna finnst mér nú samt eins og þetta hafi verið rætt áður. Ástæða bloggleysisins er ekki bara leti, því að ég hef tekið upp þann sið að vinna til klukkan 4 í staðin fyrir að láta eittleitið duga. Í dag hinsvegar kláraði ég klukkan eitt sökum mikillar þreytu og verkja í ónefndum kvenkyns líffærum. Frekar kaldhæðnislegt að pakka lyfjum allann daginn en geta hvergi reddað sér verkjatöflu. Ég tók strætó heim. Strætó #1, það fannst mér fyndið. Ég hef aldrei tekið fyrsta strætó áður. Þetta nýja strætókerfi virkar einstaklega vel fyrir mig í allar vegur. Strætóinn sem gengur í gegnum hverfið mitt fer beina leið frá Sölunum og niður eftir í Hamrahlíð og alla leið á Hlemm. Ennfremur get ég tekið nr.1 frá vinnunni og skipt strax yfir í nr.2 sem fer beinustu leið heim. Mér finnst þetta frábært. Ég er þó frekar smeik við þetta kerfi, nokkuð hrædd um að týnast og enda upp í Skerjafirði (já, það gengur strætó þangað. Hvar Skerjafjörður er, veit ég ekki). Svo er ég auðvitað nýlega búin að fá Rauða kortið, sem að allir vita náttúrulega hvað er. Mamma var svolítið fúl yfir því að hafa keypt það, hún fékk að vita eftir á að nýtt kort, svokallað Skólakort væri komið í sölu. Þetta Skólakort kostar einungis 25.ooo krónur og virkar, er mér sagt í 10 mánuði. Sumsé allt skólatímabilið. Þetta er mikið hentugra en Rauða kortið sem kostar 10.500 krónur og gildir 3 mánuði í senn. Ég reikna með því að þið kunnið öll stærðfræðina ykkar og sjáið að með því að kaupa Skólakortið er maður einungis að græða. EF maður tekur strætó mikið. Sem ég sé fram á að ég þurfi að gera mikið komandi vetur. Mamma var samt eitthvað að tala um að kaupa Skólakortið líka. Kannski ég reyni að selja hitt?
Karen og Lauren fara á morgun. Þær eru bandarískar frænkur mínar sem hafa dvalið hérlendis í 3 vikur, og á morgun munu þær snúa aftur til Boston. Aðspurðar segja þær að Gullfoss og Geysir hafi staðið uppúr ferðinni. Bláa lónið fannst þeim líka einstaklega skemmtilegt. Þarna leiði ég ykkur í ógöngur gott fólk. Við fórum alls ekki með þær á Gullfoss og Geysir né Bláa lónið. Sem stendur eru þær að eyða síðasta deginum í Nauthólsvíkinni. Ekki hefur þó dvöl þeirra einkennst af klisjukenndum ferðamannastöðum. Þær sváfu td. í gestaherberginu okkar, sem er ekki klisjukenndur ferðamannastaður. Þær voru í íslenskuskóla en eina íslenska orðið sem ég hef fengið upp úr þeim hingað til er "snúður". Önnur þeirra er nefnilega mikið fyrir íslenskan mat. Eða bara mat yfirleitt (ze typical American qui?). Hún hefur lagt á ráðin og ætlar að flytja með sér heim steiktann lauk, íslenskar pylsur og glassúrsnúða. Einhver gætu vandræðin þó orðið í tollinum. Það ku vera ólöglegt að flytja út hrátt kjöt. Hún ætlar að setja pilsurnar í smokka og gle... Nei, Djók! Ég fer ekki með þeim uppá flugvöll hvort eð er svo þetta skiptir mig litlu máli. Ótrúlegt hvað Kanarnir heillast samt að SS pylsum. James, Bill og nú Lauren. Eitthvað hef ég þó skynjað að landinn sjálfur sé kominn með hálf leið á þeim... eða er það kannski bara ég?
Dagurinn: Fyrst vaknaði ég um fjögurleitið í nótt sökum nístandi verkja, fékk mér verkjalyf og fór aftur að sofa. Vaknaði síðan spræk klukkan 7 og stökk framúr, skokkaði niður í eldhús hress í bragði og skellti í mig staðgóðum morgunverð, hélt svo glöð í bragði til vinnu (málsgreinin öðlast sannleiksgildi þegar þið takið öll orðin, finnið andheitið af þeim og notið í stað hinna orðanna). Þegar ég kom í vinnuna fattaði ég að ég hafði gleymt starfsmannakortinu mínu. Það bætti ekki ástandið. Eftir að hafa pakkað fæðingarvegs og endaþarmsstílum var Alka-Seltzer ekkert svo slæmt. Nennti þó ekki að eyða öllum deginum í það og fór snemma heim. Núna veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera. Ætla þó að hita mér flatböku eftir að ég kunngeri þessa færslu. Svo þarf ég eflaust að eyða einhverjum tíma með Kanagellunum áður en þær fara, ég hef verið ódugleg við það upp á síðkastið. Oh, ég hef ekkert að skrifa um lengur.
Unaður dagsins: Þetta er nýr liður sem mig langar að koma inn, hann útskýrir sig kannski ekki alveg sjálfur. Hér mun koma eitt atriði sem kitlar skilningavit mín. Einhver góður matur, lykt eða áferð. Eitthvað fallegt, kannski myndir. Ef ég læri einhvertíman að setja svoleiðis inn. Það hefur gengið brösulega hingað til. Ef einhver er tilbúin að kenna mér það, vinsamlegast hafið samband. Þessi liður verður breytilegur, kemur og fer... svona eins og Tónlistin, ég er að hugsa um að bæta Speki dagsins við líka, endilega tjáið ykkur um breytta dagskráliði, en aftur að aðalatriðinu. Unaður dagsins í dag er: Lyktin af nýslegnu grasi. Ah, það er algjer unaður... hvað segir meira sumar en lykt af nýslegnu grasi?
Pæling dagsins: Luma ekki á góðri pælingu sem stendur. Ég finn hinsvegar sterka löngun að fara á Innipúkann og mér finnst fáránlegt að setja aldurstakmark á tónlist. Var reyndar að pæla hvort ég gæti laumað mér inn ef ég fæ mér eitt svona: http://www.superherodesigns.com/journal/fake_mustache.jpg
Trúverðugt ekki satt? Og kæmi bara nokkuð vel út á mér, þó ég segi sjálf frá. Ætti ég að kaupa mér miða og hætta á að komast ekki inn, eða á ég að rotna heima? Einhver sem er tilbúinn að gerast forráðamaður minn og koma með mér? Yeeeah.
Kv.Andrea
Karen og Lauren fara á morgun. Þær eru bandarískar frænkur mínar sem hafa dvalið hérlendis í 3 vikur, og á morgun munu þær snúa aftur til Boston. Aðspurðar segja þær að Gullfoss og Geysir hafi staðið uppúr ferðinni. Bláa lónið fannst þeim líka einstaklega skemmtilegt. Þarna leiði ég ykkur í ógöngur gott fólk. Við fórum alls ekki með þær á Gullfoss og Geysir né Bláa lónið. Sem stendur eru þær að eyða síðasta deginum í Nauthólsvíkinni. Ekki hefur þó dvöl þeirra einkennst af klisjukenndum ferðamannastöðum. Þær sváfu td. í gestaherberginu okkar, sem er ekki klisjukenndur ferðamannastaður. Þær voru í íslenskuskóla en eina íslenska orðið sem ég hef fengið upp úr þeim hingað til er "snúður". Önnur þeirra er nefnilega mikið fyrir íslenskan mat. Eða bara mat yfirleitt (ze typical American qui?). Hún hefur lagt á ráðin og ætlar að flytja með sér heim steiktann lauk, íslenskar pylsur og glassúrsnúða. Einhver gætu vandræðin þó orðið í tollinum. Það ku vera ólöglegt að flytja út hrátt kjöt. Hún ætlar að setja pilsurnar í smokka og gle... Nei, Djók! Ég fer ekki með þeim uppá flugvöll hvort eð er svo þetta skiptir mig litlu máli. Ótrúlegt hvað Kanarnir heillast samt að SS pylsum. James, Bill og nú Lauren. Eitthvað hef ég þó skynjað að landinn sjálfur sé kominn með hálf leið á þeim... eða er það kannski bara ég?
Dagurinn: Fyrst vaknaði ég um fjögurleitið í nótt sökum nístandi verkja, fékk mér verkjalyf og fór aftur að sofa. Vaknaði síðan spræk klukkan 7 og stökk framúr, skokkaði niður í eldhús hress í bragði og skellti í mig staðgóðum morgunverð, hélt svo glöð í bragði til vinnu (málsgreinin öðlast sannleiksgildi þegar þið takið öll orðin, finnið andheitið af þeim og notið í stað hinna orðanna). Þegar ég kom í vinnuna fattaði ég að ég hafði gleymt starfsmannakortinu mínu. Það bætti ekki ástandið. Eftir að hafa pakkað fæðingarvegs og endaþarmsstílum var Alka-Seltzer ekkert svo slæmt. Nennti þó ekki að eyða öllum deginum í það og fór snemma heim. Núna veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera. Ætla þó að hita mér flatböku eftir að ég kunngeri þessa færslu. Svo þarf ég eflaust að eyða einhverjum tíma með Kanagellunum áður en þær fara, ég hef verið ódugleg við það upp á síðkastið. Oh, ég hef ekkert að skrifa um lengur.
Unaður dagsins: Þetta er nýr liður sem mig langar að koma inn, hann útskýrir sig kannski ekki alveg sjálfur. Hér mun koma eitt atriði sem kitlar skilningavit mín. Einhver góður matur, lykt eða áferð. Eitthvað fallegt, kannski myndir. Ef ég læri einhvertíman að setja svoleiðis inn. Það hefur gengið brösulega hingað til. Ef einhver er tilbúin að kenna mér það, vinsamlegast hafið samband. Þessi liður verður breytilegur, kemur og fer... svona eins og Tónlistin, ég er að hugsa um að bæta Speki dagsins við líka, endilega tjáið ykkur um breytta dagskráliði, en aftur að aðalatriðinu. Unaður dagsins í dag er: Lyktin af nýslegnu grasi. Ah, það er algjer unaður... hvað segir meira sumar en lykt af nýslegnu grasi?
Pæling dagsins: Luma ekki á góðri pælingu sem stendur. Ég finn hinsvegar sterka löngun að fara á Innipúkann og mér finnst fáránlegt að setja aldurstakmark á tónlist. Var reyndar að pæla hvort ég gæti laumað mér inn ef ég fæ mér eitt svona: http://www.superherodesigns.com/journal/fake_mustache.jpg
Trúverðugt ekki satt? Og kæmi bara nokkuð vel út á mér, þó ég segi sjálf frá. Ætti ég að kaupa mér miða og hætta á að komast ekki inn, eða á ég að rotna heima? Einhver sem er tilbúinn að gerast forráðamaður minn og koma með mér? Yeeeah.
Kv.Andrea