Grow a fucking heart, love
Hola. Þar sem að ég fór ekki í vinnuna í dag þótti mér þetta ágætist tími til þess að skrifa smávegis. Undanfarnir dagar hafa verið ívið uppátækjasamir. Fimmtudaginn síðastliðinn fór ég á Duran Duran tónleika með Írisi og mömmu. Nú eruð þið líklega að hugsa: "Gvöð minn eini, lúúúúser að fara með mömmu á tónleika!". En nei! Hún mamma mín er mest überhip- og kúl manneskja sem um getur. Ég ulla á ykkur sem keyptuð ykkur miða á Reykjavík Rocks fyrir morðfjár. Ég sá nú allann pakkann fyrir ekki nema 3000 krónur! Afþví að mamma mín er kúl.
Duran Duran tónleikarnir voru að mínu mati alveg ágætir. Þar var ég á B-svæði, og sá ekki mikið nema sveitta náttúrufræðikennara og ljósashow. Ljósashowið var samt freekar flott sko. Við komum frekar seint, afþví að miðarnir bárust okkur fríkeypis og við nenntum eiginlega ekki ein höfðum svo ekkert betra að gera. Misstum af "Hungry lika the wolf" sem er alveg ágætt því að mér hefur aldrei líkað við það lag, skil ekki afhverju það er svona frægt og vinsælt þegar "Girls on Film" td. er svo mikið mikið betra. Ég var reyndar soldið fúl útí LeBon fyrir að hafa ekki sungið "Save a Prayer", heldur látið salinn syngja það. Annars fannst mér tónleikarnir bara ágætir. Í gær hinsvegar fór ég á Foo Fighters og Queens of the stone age á A-svæði. Það var BE-RJÁLÆÐI.
Lengi vel ætlaði ég ekkert á tónleikana, hugsaði með mér að Egilshöllin væri crappy tónleikasalur, B-svæði væri ömurlegt og ég hefði hvort eð er ekki pening. Svo blessuðust yfir mig miðar úr ólíklegustu átt á síðustu stundu. Mömmu. Ég kann ekki að skrifa gagnrýni um hluti, svo ég ætla ekki að reyna það, hljóma málefnaleg og kjánaleg. Mér fannst tónleikarnir geðveikir. Það var langt síðan ég fór á almennilega tónleika og þessir tónleikar fóru beint í æð. Queens of the stone age voru überkúl á sviði, svona eins og einhver myndi segja... "alvöru rokkarar", ef það væri til það er að segja. Komu á sviðið drekkandi vínið sitt, reykjandi sígaretturnar sínar og algerlega carefree. Josh Homme með mjaðmasveiflurnar sínar... yummie. Hápunktur tónleikanna þeirra var líklega gítarsólóið í miðju "No one knows" ... Það var geðveikt. Ég týndist reyndar í þvögunni og fékk á mig nokkur allsvakaleg högg, komst alveg fremst og lenti fremur harkalega á grindverkinu. Svo leið yfir mig afþví ég er greinilega algjör aumingi. Það var samt ókey að vera dregin yfir þar sem að ég var líklega eina stelpan í 3 metra radíus og allar vinkonur mínar löngu farnar. Mesti bömmerinn var þó að þegar ég var að jafna mig á biðsvæðinu kom "Go with the Flow" og ég missti af helmingnum afþví einhver sjúkraliði reyndi að þröngva ofan í mig hálfri vatnsflösku og hélt því fram að ég liði vökvaskort. Fásinna. Mér til mikillar armæðu tóku þeir ekki "First it Giveth" sem ég hefði viljað sjá, sem og "Medication" af nýja disknum.
Foo Fighters eru sannir Íslandsvinir, sem er ekki hægt að segja um marga. Strax í byrjun tónleikanna tóku þeir fulla syrpu af frábærum lögum, alveg geðveikum. Af öllum hápunktunum get ég ekki valið einn, en sumt stendur uppúr. Þegar þeir tóku "My Hero", það var geðveikt. Eitthvað þvældist ég svo aftur inn í þvöguna, en um það bil sem ég var farin að finna fyrir þrengslum og óþægindum kom bandarískur herramaður mér til bjargar. Hann hét Brandon, og var með axlir. Axlir sem ég fékk svo að sitja á. Við skulum orða það þannig að ef ég hefði verið með kústskaft hefði ég getað potað í Dave, ég var svo nálægt. Svo var einn af klæmöxum kvöldsins þegar þeir tóku "Everlong", eitt af mínum uppáhalds. Það er bara svo yfirgengilega geðveikt lag, og svo söng Dave það og spilaði svo hægt og rómantíkst að ég fékk hroll niður bakið. Eitthvað virkaði lagið líka rómantíkst á Bandaríkjamanninn Brandon því hann fór að færa sig nær og gera sig heimkominn. Mér leist ekki á blikuna og stakk af. Síðasta lagið sem þeir tóku svo var "Breakout", og það var nákvæmlega það sem ég gerði. Geðveik upplifun, geðveik hljómsveit. Án gríns, þeir sögðust ætla að koma aftur og ég gæfi hægri hendina fyrir að sjá þá á accoustic tónleikum. Foo Fighters er bara þannig hljómsveit að lögin þeirra eru líka flott accoustic. Plús það að mig langar ótrúlega mikið að sjá og heyra "Walking after you" með eigin augum og eyrum. Eftir tónleikana fann ég svo Erlu Dóru, en ég hafði ekki séð hana alla tónleikana. Við vorum svo sniðugar að láta Írisi geyma símana okkar og peninga, en svo stakk hún okkur af sem og allir aðrir sem við þekktum og við vorum einar eftir einhverstaðar út í auðninni (Egilshöll)... Á endanum fengum við svo far hjá einhverjum ósköp drukknum og yndælum Dana sem var að vinna þarna. Aldrei fara upp í bíl með ókunnugum, sérstaklega ekki Dönum. Við komumst þó heilar heim um eitt leitið. Ég rotaðist strax á koddanum.
Dagurinn: Vaknaði í morgun spræk fyrir vinnuna. Það var áður en ég opnaði augun. Kom svo í ljós að ég gat bara ekki opnað augun, og ég svaf allt til klukkan tólf en þá loksins gat ég opnað augun. Mig verkjar í allann líkamann, hægri fóturinn á mér er blár og ég er með HEVÍ exem eftir að hafa blandað svita með svona 40 manns í gær (stelpur sem voru með mér í leikfimi í vetur, þetta er svæsna exemið... já, það er komið aftur). Og svo er ég náttúrulega með rosalegann hausverk. Þetta fær maður fyrir eitt kvöld af eintómri gleði. Ég sé samt ekkert eftir því að hafa farið. Dagurinn er búinn að líða hægt, en það er sossum ágætt. Ég er ekki búin að fá neitt sumarfrí og það lítur út fyrir að ég eigi ekki eftir að fá neitt. Leikjanámskeiðið er að klárast og ég var farin að búast við því að láta þar staðar numið og fara í sumarfrí en svo bauð mamma mér vinnu. Já, mamma snillingur. Sú vinna ku vera helmingi betur borguð, en ég veit reyndar ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara að gera. No matter to me... bara svo lengi sem ég hef eitthvað að gera.
Pæling dagsins: Væri það ekki meget kúl ef Taylor Hawkins myndi stofna hljómsveit þegar Dave Grohl leggst í helgan stein? Og svo myndi hann fá sér geðveikt hæfileikaríkann trommara sem myndi seinna stofna aðra hljómsveit sem myndi svo... já, þið skiljið. Ég held að það sé bókað. Taylor er meira að segja aktífur í lagasmíðum fyrir og tók eitt lag á tónleikunum. Það er meira en Kurt leyfði Dave nokkurtíman að gera. Ja, mér finnst þetta allaveganna æði. Hef enga aðra pælingu á færibandinu sem stendur, og færslan er orðin frekar löng hvort eð er. Segjum þetta gott í bili.
Kv.Andrea - Sem er skotin í Taylor Hawkins
Duran Duran tónleikarnir voru að mínu mati alveg ágætir. Þar var ég á B-svæði, og sá ekki mikið nema sveitta náttúrufræðikennara og ljósashow. Ljósashowið var samt freekar flott sko. Við komum frekar seint, afþví að miðarnir bárust okkur fríkeypis og við nenntum eiginlega ekki ein höfðum svo ekkert betra að gera. Misstum af "Hungry lika the wolf" sem er alveg ágætt því að mér hefur aldrei líkað við það lag, skil ekki afhverju það er svona frægt og vinsælt þegar "Girls on Film" td. er svo mikið mikið betra. Ég var reyndar soldið fúl útí LeBon fyrir að hafa ekki sungið "Save a Prayer", heldur látið salinn syngja það. Annars fannst mér tónleikarnir bara ágætir. Í gær hinsvegar fór ég á Foo Fighters og Queens of the stone age á A-svæði. Það var BE-RJÁLÆÐI.
Lengi vel ætlaði ég ekkert á tónleikana, hugsaði með mér að Egilshöllin væri crappy tónleikasalur, B-svæði væri ömurlegt og ég hefði hvort eð er ekki pening. Svo blessuðust yfir mig miðar úr ólíklegustu átt á síðustu stundu. Mömmu. Ég kann ekki að skrifa gagnrýni um hluti, svo ég ætla ekki að reyna það, hljóma málefnaleg og kjánaleg. Mér fannst tónleikarnir geðveikir. Það var langt síðan ég fór á almennilega tónleika og þessir tónleikar fóru beint í æð. Queens of the stone age voru überkúl á sviði, svona eins og einhver myndi segja... "alvöru rokkarar", ef það væri til það er að segja. Komu á sviðið drekkandi vínið sitt, reykjandi sígaretturnar sínar og algerlega carefree. Josh Homme með mjaðmasveiflurnar sínar... yummie. Hápunktur tónleikanna þeirra var líklega gítarsólóið í miðju "No one knows" ... Það var geðveikt. Ég týndist reyndar í þvögunni og fékk á mig nokkur allsvakaleg högg, komst alveg fremst og lenti fremur harkalega á grindverkinu. Svo leið yfir mig afþví ég er greinilega algjör aumingi. Það var samt ókey að vera dregin yfir þar sem að ég var líklega eina stelpan í 3 metra radíus og allar vinkonur mínar löngu farnar. Mesti bömmerinn var þó að þegar ég var að jafna mig á biðsvæðinu kom "Go with the Flow" og ég missti af helmingnum afþví einhver sjúkraliði reyndi að þröngva ofan í mig hálfri vatnsflösku og hélt því fram að ég liði vökvaskort. Fásinna. Mér til mikillar armæðu tóku þeir ekki "First it Giveth" sem ég hefði viljað sjá, sem og "Medication" af nýja disknum.
Foo Fighters eru sannir Íslandsvinir, sem er ekki hægt að segja um marga. Strax í byrjun tónleikanna tóku þeir fulla syrpu af frábærum lögum, alveg geðveikum. Af öllum hápunktunum get ég ekki valið einn, en sumt stendur uppúr. Þegar þeir tóku "My Hero", það var geðveikt. Eitthvað þvældist ég svo aftur inn í þvöguna, en um það bil sem ég var farin að finna fyrir þrengslum og óþægindum kom bandarískur herramaður mér til bjargar. Hann hét Brandon, og var með axlir. Axlir sem ég fékk svo að sitja á. Við skulum orða það þannig að ef ég hefði verið með kústskaft hefði ég getað potað í Dave, ég var svo nálægt. Svo var einn af klæmöxum kvöldsins þegar þeir tóku "Everlong", eitt af mínum uppáhalds. Það er bara svo yfirgengilega geðveikt lag, og svo söng Dave það og spilaði svo hægt og rómantíkst að ég fékk hroll niður bakið. Eitthvað virkaði lagið líka rómantíkst á Bandaríkjamanninn Brandon því hann fór að færa sig nær og gera sig heimkominn. Mér leist ekki á blikuna og stakk af. Síðasta lagið sem þeir tóku svo var "Breakout", og það var nákvæmlega það sem ég gerði. Geðveik upplifun, geðveik hljómsveit. Án gríns, þeir sögðust ætla að koma aftur og ég gæfi hægri hendina fyrir að sjá þá á accoustic tónleikum. Foo Fighters er bara þannig hljómsveit að lögin þeirra eru líka flott accoustic. Plús það að mig langar ótrúlega mikið að sjá og heyra "Walking after you" með eigin augum og eyrum. Eftir tónleikana fann ég svo Erlu Dóru, en ég hafði ekki séð hana alla tónleikana. Við vorum svo sniðugar að láta Írisi geyma símana okkar og peninga, en svo stakk hún okkur af sem og allir aðrir sem við þekktum og við vorum einar eftir einhverstaðar út í auðninni (Egilshöll)... Á endanum fengum við svo far hjá einhverjum ósköp drukknum og yndælum Dana sem var að vinna þarna. Aldrei fara upp í bíl með ókunnugum, sérstaklega ekki Dönum. Við komumst þó heilar heim um eitt leitið. Ég rotaðist strax á koddanum.
Dagurinn: Vaknaði í morgun spræk fyrir vinnuna. Það var áður en ég opnaði augun. Kom svo í ljós að ég gat bara ekki opnað augun, og ég svaf allt til klukkan tólf en þá loksins gat ég opnað augun. Mig verkjar í allann líkamann, hægri fóturinn á mér er blár og ég er með HEVÍ exem eftir að hafa blandað svita með svona 40 manns í gær (stelpur sem voru með mér í leikfimi í vetur, þetta er svæsna exemið... já, það er komið aftur). Og svo er ég náttúrulega með rosalegann hausverk. Þetta fær maður fyrir eitt kvöld af eintómri gleði. Ég sé samt ekkert eftir því að hafa farið. Dagurinn er búinn að líða hægt, en það er sossum ágætt. Ég er ekki búin að fá neitt sumarfrí og það lítur út fyrir að ég eigi ekki eftir að fá neitt. Leikjanámskeiðið er að klárast og ég var farin að búast við því að láta þar staðar numið og fara í sumarfrí en svo bauð mamma mér vinnu. Já, mamma snillingur. Sú vinna ku vera helmingi betur borguð, en ég veit reyndar ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara að gera. No matter to me... bara svo lengi sem ég hef eitthvað að gera.
Pæling dagsins: Væri það ekki meget kúl ef Taylor Hawkins myndi stofna hljómsveit þegar Dave Grohl leggst í helgan stein? Og svo myndi hann fá sér geðveikt hæfileikaríkann trommara sem myndi seinna stofna aðra hljómsveit sem myndi svo... já, þið skiljið. Ég held að það sé bókað. Taylor er meira að segja aktífur í lagasmíðum fyrir og tók eitt lag á tónleikunum. Það er meira en Kurt leyfði Dave nokkurtíman að gera. Ja, mér finnst þetta allaveganna æði. Hef enga aðra pælingu á færibandinu sem stendur, og færslan er orðin frekar löng hvort eð er. Segjum þetta gott í bili.
Kv.Andrea - Sem er skotin í Taylor Hawkins
12 Comments:
Umm... Taylor er eiginlega með aðra hljómsveit... hann er að fara að gefa út disk bráðum og svona... Coattail Riders held ég að hún heiti.
Hann er foli folanna!
Jaaaaá, svo þú segir það ey?
Nú, persónulega myndi ég ekki pota í Taylor Hawkins eeeeen hann er samt kúlisti töffari.
magnaðir tónleikar annars, söng (öskraði)með eins og motherfucker.
Mmm... einkar smekklegt, að rúnka sér í kommentgluggann minn! *ullar*
ég vil benda á að ljósashow á svona tónleikum eru hönnuð mörgum mánuðum fyrir tónleikana, vanalega í forvinnslu fyrir allt tónleikaferðalagið. þeir nota yfirleitt sama ljósamixið á öllum tónleikunum og fyrir tónleikana plögga þeir bara inn ljósunum og láta svo tölvuna sjá um málið. þess má geta að ljósamaður Duran Duran stóð sig vel með eindæmum, annað en sá sem mixaði Maiden.
bara svona smá upplýsingar um nördahliðar tónleikahalds
Mér fannst Mínus ekkert sökka. Þetta er leiðinleg hljómsveit en ég hafði gaman að sviðsframkomu Krumma. Josh Homme rúlar samt í sviðsframkomu með majðamdillið sitt "Elvis style"
Öss öss, hann Joss Homme er nú kjáni.. gaf Immu flösku af Havana Club... allir vita að það á ekki að gefa Immu áfengi.. >.<
æjj benetikta þú ert enginn foli
jammm jamm dandinn var krípí ... krípí as hell ... úff vildi að við hefðum farið í eftirpartíið samt .... bömmer
Ég er víst foli!
Viltu vita hver er Foli....það er hann Taylor
Soul destroyed with clever toys for little boys!
bloggaðu kona annars ... squirrelly wrath !
Skrifa ummæli
<< Home