We ride together, we die together!
Haha. Þetta sagði einn af vinnufélugum mínum áður en við fórum í reiðtúr síðastliðinn mánudag. Ég átti erfitt með að fela brosið. Reiðtúrinn var mjög skemmtilegur, hef ekki fengið að sleppa svona af beislinu síðan fyrir rúmu ári, í síðustu réttum. Eftir reiðtúrinn fórum við í sund og svo í mat hjá Héðni. Vá, ég var svo þreytt eftir daginn, minn guð! Fyrir hádegi fórum við Skúli líka í garðyrkju hjá Vinnuskólanum. Það var leiðinlegasta vinna sem ég hef lent í á ævinni. Rigning, mold og kuldi... og bara 400 krónur á tíman! Þetta er ekki mönnum bjóðandi. Eftir daginn var ég svo rosalega þreytt og aum í bossanum. Þriðjudagurinn var allskostar betri, þá fór ég að vinna í skógrækt með Hildi snillingi og við skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir ósköp leiðinlegt veður. Síðustu helgi gerði ég ósköp lítið, kíkti upp í Borgarfjörð í barnaafmæli. Frænka mín var að verða... guð veit hvað, svona 12 ára leyfi ég mér að giska. Ég sá hana í Metallicabol nokkrum dögum fyrr og það kom mér vitaskul verulega á óvart þar sem að ég er eini kvenkyns tónlistarunnandinn af frændsystkinunum. Með þessu litla fræi sá ég mikla möguleika fyrir góðu tré. Ég ákvað að gefa henni geisladiska í afmælisgjöf. Ég ætlaði nú samt ekki að skella á hana einhverju af því sem ég er að hlusta á... hún er nú einu sinni bara 11 eða 12 ára. Ég keypti The Colour and The Shape með Foo Fighters og (What's the story) Morning Glory? með Oasis, og ég tel að þetta séu með auðmeltari diskum sem hægt er að finna. Þegar við fórum svo upp eftir í Reykholt ("Eigi Skal Höggva" Reykholt) og ég gaf henni afmælisgjöfina réð ég ekki mikið úr svipnum hennar... hún hafði allaveganna ekki heyrt NEITT af lögunum áður... Hvernig í ósköpunum er hægt að vera lifandi og hafa ekki heyrt Wonderwall? Jæja, vonandi gefur hún diskunum sjens. Það er voða leiðinlegt að vera á ættarmóti og reyna að tala um tónlist...
Dagurinn: Þar sem ég er á milli vinna þá fékk ég fyrsta frídaginn minn í allt sumar í dag. Ég hafði planað að sofa til svona tvö og kúra til fjögur en neiiii... pabbi vakti mig klukkan tólf! Uss... ég ætti að hringja í SÞ og kæra mannréttindabrot. Allaveganna. Eftir að hafa fengið mér staðgóðann morgunverð skellti ég mér í sturtu og það var skemmtilegt, eins og venjulega. Finnst ykkur gaman í sturtu eða er ég bara rosalega skrítin? Mér finnst ótrúlega gaman í sturtu og get verið í sturtu klukkutímunum saman. Gerir það mig skrítna? Jæja, eftir sturtuna fór ég að baka með mömmu. Kræsingarnar niðrí eldhúsi fást ekki með orðum lýst. Namm... Jæja, annars er ég bara búin að liggja og hlusta á tónlist eins og gengur og gerist. Á morgun byrja ég svo í nýju vinnunni minni... ég er ekkert stressuð, sem er skrítið afþví ég verð alltaf stressuð þegar ég þarf að umgangast ókunnuga og gera hluti sem koma mér spánskt fyrir sjónir. Fyrirtækið sem ég er að vinna fyrir núna heitir Vistor, mamma mín vinnur þarna... og í staðin fyrir eitthvað smá sumarfrí fæ ég að setja strikamerki á lyf. JIBBÍ! Og þetta verður betra... ég *fæ* að vera með hárnet í vinnunni! Og ég má ekki hlusta á tónlist né vera með síma. Ég fæ kortershlé á þeim fimm klukkutímum sem ég verð þarna daglega. Hljómar þetta eins og helvíti fyrir ykkur eða er ég ein um það? Eini góði hluturinn við þessa vinnu er líklega staðreyndin að þetta er ríflega helmingi betur borgað en gamla vinnan mín. Veit samt ekki hvort ég nenni að vera í þessarri vinnu, ef félagsskapurinn er ekki góður. Well, við sjáum til hvernig þetta gengur.
Pæling Dagsins: Ég er alveg tóm. Þegar það er enginn skóli hættir heilinn á mér að virka og ég þurfti að pína mig til þess að byrja að skrifa þetta. Ég rakst reyndar á áhugaverða grein á Huganum áðan. Tilgangur lífsins, gott fólk. Ég á erfitt með að ákveða minn tilgang... kannski er ég bara það ung að ég get ekki fundið hann. Hver er ykkar tilgangur? Eruð þið búin að finna ykkar tilgang? Endilega segið ykkar skoðun á málinu í kómenthorninu. Hérmeð kveð ég að sinni, Andrea has left the building.
Tónlistin:
This Place Is A Prison - The Postal Service (fær maður ekki bara hroll yfir öllum lögunum þeirra? Það finnst mér.)
Jolene - The White Stripes (Vá, svo tilfinningaþrungið að loftið verður þungt.)
All Is Full Of Love - Björk (Ég þarf í rauninni ekkert að segja hér.)
Don't Panic - Coldplay (Garden State! Jibbí!)
New Slang - The Shins (Need I Say?)
Ne Me Quitte Pas - Jaques Brel (Þetta lag er nú bara alger snilld. Fyrir frönskuhatara bendi ég á ensku útgáfu Emilíönnu Torrini sem heitir "If You Go Away")
Angie - Stereophonics (Rúllandi Steina ábreiða, meiriháttar.)
Það eru mörg mörg fleiri en ég nenni ekki þessarri upptalningu lengur. Mig langar í kók.
VIÐBÓT! Ég gleymdi að segja frá því að ég keypti mér einnig alveg hreint stórgóða diska í Skífunni um daginn. Fyrst ber að nefna diskinn Details með hljómsveitinni Frou Frou sem ku vera blanda af Imogen Heap og Guy Sigsworth. Fyrir þá sem ekki kannast við hljómsveitina Frou Frou þá átti hún lagið "Let Go" í lokaatriði kvikmyndarinnar Garden State... þegar þau voru á flugvellinum ef ég man rétt. Alveg frábær diskur og frábær tónlist. Seinni diskurinn sem er frásögum færandi er svo með Portishead, fluttur "live" í Roseland NYC. Alveg frábær diskur, mæli með honum fyrir alla Portishead aðdáendur, eða jú... bara alla. Hildi fannst hann einhvernvegin of ó-live, en ég fann ekki fyrir því... mér finnst hann alveg peninganna virði.
Önnur viðbótin er sérstaklega gerð fyrir Hildi sem var ósátt við skort bloggsins á umfjöllun um kúkabrandarana okkar, háklassa húmor ekki satt? Jú, þegar maður umgengst skít alla daga getur maður varla hamið sig. Ég missti saur í vinnunni. Svo vorum við að grafa svona langt með hvítu dóti á, og það var loðið... við grófum það í kúk. YEBB. Einnig vil ég koma því á framfæri að örvhentir eru frábærir og bestir og sá sem reynir að mótmæla því mun fá runu af örvhentum mikilmennum í smettið frá undirritaðri. Já, við erum svo frábærar. Það er einnig svolítið fyndið að segja frá því að Hildur reyndi að sannfæra mig um að Thom Yorke vildi ganga með börn einhverrar konu, ég tók hana ekki trúverðuga. Hingað til hefur einhver kona gengið með börnin hans skilst mér. Mér ber líka að nefna það að hljómsveitin CleverToy munu bara taka inn örvhenta, sorrí fólk... þið gætuð reyndar tamið ykkur þann frábæra sið að nota hina heilögu hönd en þá er bara ein hindrun yfirstigin. CleverToy er nefnilega best. Jæja, nóg komið af rugli. Þessi viðauki var í boði Hildar Maríu. Klöppum fyrir því.
Kv.Andrea
Dagurinn: Þar sem ég er á milli vinna þá fékk ég fyrsta frídaginn minn í allt sumar í dag. Ég hafði planað að sofa til svona tvö og kúra til fjögur en neiiii... pabbi vakti mig klukkan tólf! Uss... ég ætti að hringja í SÞ og kæra mannréttindabrot. Allaveganna. Eftir að hafa fengið mér staðgóðann morgunverð skellti ég mér í sturtu og það var skemmtilegt, eins og venjulega. Finnst ykkur gaman í sturtu eða er ég bara rosalega skrítin? Mér finnst ótrúlega gaman í sturtu og get verið í sturtu klukkutímunum saman. Gerir það mig skrítna? Jæja, eftir sturtuna fór ég að baka með mömmu. Kræsingarnar niðrí eldhúsi fást ekki með orðum lýst. Namm... Jæja, annars er ég bara búin að liggja og hlusta á tónlist eins og gengur og gerist. Á morgun byrja ég svo í nýju vinnunni minni... ég er ekkert stressuð, sem er skrítið afþví ég verð alltaf stressuð þegar ég þarf að umgangast ókunnuga og gera hluti sem koma mér spánskt fyrir sjónir. Fyrirtækið sem ég er að vinna fyrir núna heitir Vistor, mamma mín vinnur þarna... og í staðin fyrir eitthvað smá sumarfrí fæ ég að setja strikamerki á lyf. JIBBÍ! Og þetta verður betra... ég *fæ* að vera með hárnet í vinnunni! Og ég má ekki hlusta á tónlist né vera með síma. Ég fæ kortershlé á þeim fimm klukkutímum sem ég verð þarna daglega. Hljómar þetta eins og helvíti fyrir ykkur eða er ég ein um það? Eini góði hluturinn við þessa vinnu er líklega staðreyndin að þetta er ríflega helmingi betur borgað en gamla vinnan mín. Veit samt ekki hvort ég nenni að vera í þessarri vinnu, ef félagsskapurinn er ekki góður. Well, við sjáum til hvernig þetta gengur.
Pæling Dagsins: Ég er alveg tóm. Þegar það er enginn skóli hættir heilinn á mér að virka og ég þurfti að pína mig til þess að byrja að skrifa þetta. Ég rakst reyndar á áhugaverða grein á Huganum áðan. Tilgangur lífsins, gott fólk. Ég á erfitt með að ákveða minn tilgang... kannski er ég bara það ung að ég get ekki fundið hann. Hver er ykkar tilgangur? Eruð þið búin að finna ykkar tilgang? Endilega segið ykkar skoðun á málinu í kómenthorninu. Hérmeð kveð ég að sinni, Andrea has left the building.
Tónlistin:
This Place Is A Prison - The Postal Service (fær maður ekki bara hroll yfir öllum lögunum þeirra? Það finnst mér.)
Jolene - The White Stripes (Vá, svo tilfinningaþrungið að loftið verður þungt.)
All Is Full Of Love - Björk (Ég þarf í rauninni ekkert að segja hér.)
Don't Panic - Coldplay (Garden State! Jibbí!)
New Slang - The Shins (Need I Say?)
Ne Me Quitte Pas - Jaques Brel (Þetta lag er nú bara alger snilld. Fyrir frönskuhatara bendi ég á ensku útgáfu Emilíönnu Torrini sem heitir "If You Go Away")
Angie - Stereophonics (Rúllandi Steina ábreiða, meiriháttar.)
Það eru mörg mörg fleiri en ég nenni ekki þessarri upptalningu lengur. Mig langar í kók.
VIÐBÓT! Ég gleymdi að segja frá því að ég keypti mér einnig alveg hreint stórgóða diska í Skífunni um daginn. Fyrst ber að nefna diskinn Details með hljómsveitinni Frou Frou sem ku vera blanda af Imogen Heap og Guy Sigsworth. Fyrir þá sem ekki kannast við hljómsveitina Frou Frou þá átti hún lagið "Let Go" í lokaatriði kvikmyndarinnar Garden State... þegar þau voru á flugvellinum ef ég man rétt. Alveg frábær diskur og frábær tónlist. Seinni diskurinn sem er frásögum færandi er svo með Portishead, fluttur "live" í Roseland NYC. Alveg frábær diskur, mæli með honum fyrir alla Portishead aðdáendur, eða jú... bara alla. Hildi fannst hann einhvernvegin of ó-live, en ég fann ekki fyrir því... mér finnst hann alveg peninganna virði.
Önnur viðbótin er sérstaklega gerð fyrir Hildi sem var ósátt við skort bloggsins á umfjöllun um kúkabrandarana okkar, háklassa húmor ekki satt? Jú, þegar maður umgengst skít alla daga getur maður varla hamið sig. Ég missti saur í vinnunni. Svo vorum við að grafa svona langt með hvítu dóti á, og það var loðið... við grófum það í kúk. YEBB. Einnig vil ég koma því á framfæri að örvhentir eru frábærir og bestir og sá sem reynir að mótmæla því mun fá runu af örvhentum mikilmennum í smettið frá undirritaðri. Já, við erum svo frábærar. Það er einnig svolítið fyndið að segja frá því að Hildur reyndi að sannfæra mig um að Thom Yorke vildi ganga með börn einhverrar konu, ég tók hana ekki trúverðuga. Hingað til hefur einhver kona gengið með börnin hans skilst mér. Mér ber líka að nefna það að hljómsveitin CleverToy munu bara taka inn örvhenta, sorrí fólk... þið gætuð reyndar tamið ykkur þann frábæra sið að nota hina heilögu hönd en þá er bara ein hindrun yfirstigin. CleverToy er nefnilega best. Jæja, nóg komið af rugli. Þessi viðauki var í boði Hildar Maríu. Klöppum fyrir því.
Kv.Andrea
15 Comments:
hummm Ne me quitte pas ... angie og jolene ...andrea mín vertu augljósari !
Tilgangur minn er að verða 45 ára . ekkert minna og ekkert meira ....
Ég er sár yfir skorti á kúkabröndurum og tali um yfirburði örvhentra og Clevertoy.
Já, ég hugsaði um að skrifa um það en ég varð hrædd um að rétthendingarnir myndu bara kúka yfir okkur afþví við erum með svo flott hljómsveitarnafn. Við erum samt meget kúl. Þú ættir að blogga um það!
HAHA, gott fólk. Tilgangur lífsins er einfaldur..að lifa. Við veltum okkur alltof mikið uppúr því hvað við ætlum að eyða lífinu í...að við gleymum að lifa.
Minn tilgangur er að lifa og fá fólk til að lifa með ;-)
kv.Skrítni gaurinn af huga.is
Tilgangur lífs míns er að vera indí og töff og að vera pirrandi hrokafullur besserwisser með það.
Ehh já bara koma því að mér finnst Stereophonics algerlega glatað band. Of indí fyrir svona rusl.
Gaman að vera hrokafullur segiru? Vá, þú ert fengur.
VIL BENDA FÓLKI Á VIÐAUKANN SEM ÉG BÆTTI VIÐ Í GÆRNÓTT!
HANN GÆTI HAFA SAGT "I'LL DROWN MY BELIEFS TO HAVE YOUR BABIES"...
það þýðir ekki endilega að hann eigi að bera þau... bara eignast þau með henni. Come on help me here, people!
Hmmm, engin kústsköpt og endaþarms leit? Engin Erla 8-I?
...gunni " " " "
ahhh miss zeh kústur do you ..... skiljanlegt
Ööööööh...já, comment
já kalli ... orðsnilld þín hefur kveikt í mér óslökkvandi bál .... ó-já-já-aha-já
*bank bank*
Hver er þar?
Hildur og Erla
Hvaða Hildur og Erla?
Skrifa ummæli
<< Home