miðvikudagur, júlí 23, 2003

MMM!

Síðasti dagurinn! Síðasti fokking dagurinn minn í unglingavinnunni! víííí!!! ég er að hætta á morgun og ég þarf ekki að mæta neitt í næstu viku, og ekki í þarnæstu viku og aldrei aftur (vonandi) !!!

DAGURINN: Ég er gegt glöð því að dagurinn í dag var örugglega sá leiðinlegasti ever! ég segji þa satt, þatta var helvíti á jörð! það var rigning allann daginn og við vorum að þökuleggja og ég var öll út í mold og hárið á mer var blautt og ég var öll skítug! plús+ það að ég var að upplifa túrverki frá helvíti og íbúfen virkaði ekki einu sinni...og vesslings karen var líka að deyja og við þjáðums saman á meðan kagglinn hann gunnar hélt að þetta væri nú ekkert erfitt! og við áttum bra að vinna endalaust! ekki mikið umburðarlindi þar. Þegar eg kom heim fór ég í sturtu og vatnið varð brúnt ég sver...ég var örugglega með allann grunninn á smáralind undir nöglunum! ógeð! svo hitaði ég mér pizzu, helti kók í glas og fór að horfa á bruse almighty og japplaði á ís eftir á. það var alveg ágætt. síðan kom mamma heim og leyfði mer ekki að fá kött, ég fór í fílukast og fór til ömmu að fá lánaðar bækur og fann 2 góðar, eva luna segjir frá og ást og skuggar, bæði eftir I.A. og núna er ég hálfnuð með eva luna segjir frá. hún er góð.

PÆLING: orð eins og tromma eða penni...þau eru skrítin. þau koma ekki af neinu orði...þúst "penni" hvað segjir þer það? náttla eikkað sem marr skrifar með..en ég meina það var ekkert sem var á undan pennanum ssem a' hét kannski penina eða eikkað...svo að eikker bjáni gæti alveg eins birjað að kalla trommur "nonasturik" eða eikkað og enginn myndi fatta neitt því að enginn vissi að trommur væru tommur því a' það er ekkert sem segir að þetta séu trommur! fuðulegt...:o/

kv. Andrea

þriðjudagur, júlí 22, 2003

HALLÓ"!

Já! Halló er mikið orð og frekar mikið notað...ætum við ekki að fara að breita þessu....til dæmis að heilsa öllum með "bleh" eða "fluff" eða "hæstaréttarlögmannsskrifstofulyklakippa"??? það væri gaman.

Kv. Andrea

föstudagur, júlí 18, 2003

aloha! Allt ágætt hjá mér annarz....bra búnað chilla mig í gegn um daginnog nú er kveld og ég á engann penge :o)

DAGURINN: nú, ég fór bra eikkað að vakna og þá var jórunn búin að gista hjá mér og svo fórum við á fætur og við horfðum á mynd í tölvunni mynni og eg veit það er ekki y í minni en eg nenni ekki að laga þetta.Myndin heppna sem varð fyrir valinu er Anger management og var hún aldeilis ágæt. Svo vildi jóra fara með mig í nauthólsvík en eg þurfti að fara að vinna, sem ég kláraði aædrei og þarf að gera seinni helminginn á morgun og síðan fór ég til gerðar og þar voru iris og sunna sem er lifandi (thank god, sem eg trúi ekki á en eg nenni ekki að breita þessu) og stendur sig vel í stríðinu við hugsanirnar...anyways þá fór gedda með sunnu á ættarmótið sem sunna var að fara í og þar með eru þær úr myndinni. svo for eg i smárlind og hitti Bennu beib sem eg er ekkier búnað hitta i langann tíma og við fórum heim til hennar og sæiðan eftir mat fór eg nirrí smáralind aftur til að hitta vinkonur minar þær karólínu og irisi en jóra var á leiðinni (alltaf á leiðinni!!)og þegar hún var komin var eg góðlega búin að sættast við karó eftir langt rifrildi um örfhenta og snilli þeirra. síðan fórum við í tívolíið og eins og venjulega vildi jórunn fara í bollana...afhverju skildi það nú vera ??? (kaldhæðn*) og svo fór eg heim og ætlaði að nota rauðalortið mitt í fyrsta sinn en NEiiIIIj, strætókerfið var ekki beint á sama máli og getið þið hvað! hann dissaði mig algjörlega og bra brunaði frammhjá! sármóðguð hringdi ég í móður mína og í öngum mínum settist í eg i bílinn hennar 5 mínutum seinna. Svo var ég bra að koma heim núna og ég þakka ykkur fyrir samfylldina í gegnum daginn.

PÆLING DAGSINS: Má lögreglan alveg henda hlutunum manns ef þau vilja það og maður er ekki í réttu ástandi til að mótmæla?? það finnst mer argasta vitleisa og eg er alveg stunnd um að löggan sé sonna miklir aumingjar og geta ekki einu sinni passað hluti eigenda frá sjálfum sér og eru bra að henda hlutum út um allar trissur! *humh*

p.s. benna, ef þú ert ekkertr að gera um vessló, villtu þá vera memmér og við reinum að finna party eikkerstaðar og fara að jamma?

kv. Andrea

jæja

halló...vá, ég er í svo miklu sjokki. það er eikkað að hjá elsku sunnu minni og eg er rosa hrædd um hana. það er allt i fokking rugli og eg er rosalega pirruð út í ákveðnar manneskjur og lögguna því eg þoli ekki lögguna, hun þarf alltaf að flækja sig í allt
sem maður gerir og núna er jorunn í heimsókn og hún ætlar að gista sem er gott,því ef eg væri ein væri eg að fá taugaáfall núna, ég og minn truflaði hugsunarháttur...bless


kv. Andrea

fimmtudagur, júlí 17, 2003

bleeeeh¨!

mánudagur, júlí 14, 2003

OBB-BOBB-BOBB

JÁ! Svonerða! Ooh! hafið þið upplifað þá tilfinningu að vita ekki eithvað og verða bara nauðsynlega að vita það? Er sko í þannig stöðu núna. Ég bara veit ekki hvert ég setti naglaþjölina mína og ég verð bara að finna hana! Þetta er ógeðslega pirrandi og ég verð að finna hana!

DAGURINN: Ég fór í vinnuna og púlaði til kl. 12 og svo fór ég heim og svaf í nokkurn tíma. Svo hringdi Gerður og ég fór til hennar og var með henni og Söndru allan daginn. Svo fór ég út að borða því minn bror átti afmæli og svo fór eg heim.

PÆLING: í dag er þjóðhátíðardagur frakklands og bróðir minn á afmæli, það þýðir að bróðir minn á afmæli á bastilludaginn!

Kv. Andrea

sunnudagur, júlí 13, 2003

SUNNUDAGUR

Á morgun byrjar vinnan. Ég er ekki glöð. Ég var í sumarbústað um helgina og það var heldur ekki gaman. En ég er að fara í sumarbúðir og þá verður kannski gaman ( ef jórunn vill ennþá hafa mig með, þarr sona með hormónana, marr veit aldrei hvort maður sé hataður eða ekki. )

DAGURINN: mmmm...SVAF...SVAF...borðai...SVAF...FÓR HEIM...núna...

PÆLING DAGSINS: hvað ef það væru engir peningar í samfélaginu??? og allir ættu jafn mikið og það væru reglur um hvað sumir ættu og sumir mættu fá mikið af sumu? það væri fyndið...SUMIR er líka fyndið orð...

Kv. Andrea

fimmtudagur, júlí 10, 2003

ARG!!! þetta er alltaf að koma fyrir! ég var búin að skrifa fullt um daginn og veginn þegar allt bra hvarf! ohh" eg er pirruð, ætlaði bara að afsaka mig fyrir sýruna sem ég skrifaði um ketti, vona að enginn hafi skaddast alvarlega í sálinni.

kv. Andrea

miðvikudagur, júlí 09, 2003

MIG LANGAR Í KÖTT

Kisu! mig langar í kisu! einhverja litla kisulóru til að klappa á kvöldin þegar kalt er úti og vindurinn blæs.
Þegar þunglindið líður yfir mann eins og reykur er alltaf lítill sætur köttur til að strjúka og þykja vænt um.
En ég á ekki kisu til að hlýja mér við svo ég sit ein í skugganum, alein og köld í skugganum.

kv. Andrea

þriðjudagur, júlí 08, 2003

DAGUR

JÁ! Það er dýrðarinnar dagur og ég hef ekkert að segja, eins og venjulega. Jú, ég fór auðvitað í vinnuna og svo heim en ekkert mikið meira, horfði kannski á bíómynd en hvað með það? enn einn tilbreitingalaus dagur í mínu tilbreitingalausa lífi! Ekkert að gera! Hvað get ég gert?

PÆLING: er eitthver tilgangur í því að lifa? er til guð? er til einhver guð? erum við bara tugþúsund efnasambönd pökkuð inní húð? og við trúum til að gera lífið bærilegt en samt trúum við ekki einu sinni á sama hlutinn! við bara trúum og höldum áfram að lifa.


kv. Andrea

sunnudagur, júlí 06, 2003

HALLó! hef ekkert að segja..gerði ekkert í dag.

pæling: trúðar eru skerý! verý skerý! ég er hrædd við trúða.

kv. Andrea

laugardagur, júlí 05, 2003

HOWDY!

Jæja! ekki mikið búið að gerast hjá mer í dag...fór á bókasafnið...ekki mikið meira....

PÆLING: ef maður er fótbrotinn og hadleggsbrotinn á báðum hvernig á maður þá að geta tekið af sér gyfsið??? Bra smá pæling í gangi hérna....


SNILLD: fáránlegar upplýsingar....

Á Sears hárblásurum: "Do not use while sleeping" Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í hárinu á mér.


Á umbúðum af SWANN frystimat: "Serving suggestion: Defrost" Mundu samt ... þetta er bara uppástunga.

Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð: "Fits one head." Sérðu ekki fyrir þér ... einhverja tvo vitleysinga ... með eina baðhettu


Á pakkningum af Rowenta straujárni: "Do not iron clothes on body." En myndi það nú ekki spara mikinn tíma.


Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta: "Warning: may cause drowsiness." Maður skyldi nú rétt vona það!


Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt: "For indoor or outdoor use only." En ekki hvar ... ???

Matvinnsluvél frá Japan var merkt svona: "Not to be used for the other use." Ok .. núna er ég orðinn mjög forvitinn.

Hnetupoki frá Sainsburys: "Warning: contains nuts." Jamm ... ég fer mjög varlega.

Á poka af hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta: "Instructions: open packet, eat nuts." Imbafrítt eða hvað?

Viðvörun á steríógræjum...í alvöru: "Do not eat or swallow this machine or parts of it.." Er þetta nú í alvöru nauðsynlegt..."Ástin, eigum við ekki bara að hafa kassettutæki í kvöldmat..."


Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur: "Notice, little boy not included".

Á poka af kattasandi stóð þessi viðvörun: "Geymið ekki eftir notkun". Og ég sem safna óhreinum kattasandi...

Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu segir: "Munið að þvo liti aðskilda". Ehhh...já...áttu nokkuð skæri.

Leiðbeiningar aftan á þekktri "meik" tegund: "Do not use on children under 6 months old.". Auðvitað byrjar maður ekki að mála börnin sín fyrr en þau eru orðin 7 mánaða.

Leiðbeinginar á ónefndri örbylgju popp tegund segir manni að "taka plastið af áður en sett er í örbylgju". Málið er, að til að geta lesið leiðbeiningarnar verurðu að vera búinn að taka plastið af og fletta pokanum í sundur...ehh.

Ég keypti svona kisunammi fyrir köttinn minn. Á pokanum stendur "new and improved shapes". Ahaaa...einmitt það sem kötturinn minn er búinn að vera að nöldra útaf.

Á hliðinni á flösku af ónefndri rommtegund stendur: "OPEN BOTTLE BEFORE DRINKING". Maður þarf nú að vera búinn að fá sér þokkalega mikið til að fatta það ekki.


eins og ég sagði SNILLD!


kv.Andrea

oooh!

Djisuss! eða halló eða eikkað... Var að skrifa eikkað vesen og það hvarf! þetta blogg er á sýru eða eikkað! rosalega fokkað or some.

DAGURINN! Vaknaði ! gerði eikkað! fór í tivolí ! var gaman ! fór út að borða ! einnig gaman ! er þreitt ! ekki eins mikið gaman !

hausinn minn er þungur og egjuhyjjhn er að sofna mjtytgfv(hausinn minn á lyklaborhh76...mm...er að hugsa um að fara að leggja mig)

pæling:þegar maður er þreittur afhverju verður allt í einu erfitt að hafa augun opin??gæti ekki bra verið eins erfitt að hafa nasinrar opnar or some??? æj splittar ekki donk....fjkhyrt .ubs, aftur. farin að lúlla....

kv. Andrea

fimmtudagur, júlí 03, 2003

FIMMTUDAGUR

Já ég er á lífi og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er disney nörd! já það er satt! og það er hvergi hægt að finna Cinderellu. Og svo var ég að leigja Fríðu og dýrið! gvöð, ég er að verða vitskert.

DAGURINN: ....UNGLINGAVINNA....BÓKASAFN....TÖLVA....EITTHVAÐ....KVÖLD....Á MORGUN....ENGIN VINNA!

PÆLING DAGSINS:ef maður er kókisti a.k.a. með koffínfíkn er þá hægt að fá eitthverja hjálp við vandamálinu...svona eins og kóktyggjó, nei, það er komið og hjálpar ekkert...mmm...KÓKPLÁSTRAR! það er málið...mig vantar kókplástra. Ef einhver sem les þetta á eða þekkir einhvern sem á kókplástra (eða annann kókhjálparbúnað) vinsamlegast hafðu samband við mig!

kv. Andrea

miðvikudagur, júlí 02, 2003

MIÐVIKUDAGUR

ógislega pirruð. í gær skrifaði ég rosalega lagann pistil um lífið og tilveruna og svo ætlaði ég að posta hann þá hvarf hann! það er eitthvað alvarlega mikið að þessu bloggi.

anyways... kv. Andrea