laugardagur, júlí 05, 2003

HOWDY!

Jæja! ekki mikið búið að gerast hjá mer í dag...fór á bókasafnið...ekki mikið meira....

PÆLING: ef maður er fótbrotinn og hadleggsbrotinn á báðum hvernig á maður þá að geta tekið af sér gyfsið??? Bra smá pæling í gangi hérna....


SNILLD: fáránlegar upplýsingar....

Á Sears hárblásurum: "Do not use while sleeping" Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í hárinu á mér.


Á umbúðum af SWANN frystimat: "Serving suggestion: Defrost" Mundu samt ... þetta er bara uppástunga.

Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð: "Fits one head." Sérðu ekki fyrir þér ... einhverja tvo vitleysinga ... með eina baðhettu


Á pakkningum af Rowenta straujárni: "Do not iron clothes on body." En myndi það nú ekki spara mikinn tíma.


Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta: "Warning: may cause drowsiness." Maður skyldi nú rétt vona það!


Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt: "For indoor or outdoor use only." En ekki hvar ... ???

Matvinnsluvél frá Japan var merkt svona: "Not to be used for the other use." Ok .. núna er ég orðinn mjög forvitinn.

Hnetupoki frá Sainsburys: "Warning: contains nuts." Jamm ... ég fer mjög varlega.

Á poka af hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta: "Instructions: open packet, eat nuts." Imbafrítt eða hvað?

Viðvörun á steríógræjum...í alvöru: "Do not eat or swallow this machine or parts of it.." Er þetta nú í alvöru nauðsynlegt..."Ástin, eigum við ekki bara að hafa kassettutæki í kvöldmat..."


Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur: "Notice, little boy not included".

Á poka af kattasandi stóð þessi viðvörun: "Geymið ekki eftir notkun". Og ég sem safna óhreinum kattasandi...

Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu segir: "Munið að þvo liti aðskilda". Ehhh...já...áttu nokkuð skæri.

Leiðbeiningar aftan á þekktri "meik" tegund: "Do not use on children under 6 months old.". Auðvitað byrjar maður ekki að mála börnin sín fyrr en þau eru orðin 7 mánaða.

Leiðbeinginar á ónefndri örbylgju popp tegund segir manni að "taka plastið af áður en sett er í örbylgju". Málið er, að til að geta lesið leiðbeiningarnar verurðu að vera búinn að taka plastið af og fletta pokanum í sundur...ehh.

Ég keypti svona kisunammi fyrir köttinn minn. Á pokanum stendur "new and improved shapes". Ahaaa...einmitt það sem kötturinn minn er búinn að vera að nöldra útaf.

Á hliðinni á flösku af ónefndri rommtegund stendur: "OPEN BOTTLE BEFORE DRINKING". Maður þarf nú að vera búinn að fá sér þokkalega mikið til að fatta það ekki.


eins og ég sagði SNILLD!


kv.Andrea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home