miðvikudagur, júlí 23, 2003

MMM!

Síðasti dagurinn! Síðasti fokking dagurinn minn í unglingavinnunni! víííí!!! ég er að hætta á morgun og ég þarf ekki að mæta neitt í næstu viku, og ekki í þarnæstu viku og aldrei aftur (vonandi) !!!

DAGURINN: Ég er gegt glöð því að dagurinn í dag var örugglega sá leiðinlegasti ever! ég segji þa satt, þatta var helvíti á jörð! það var rigning allann daginn og við vorum að þökuleggja og ég var öll út í mold og hárið á mer var blautt og ég var öll skítug! plús+ það að ég var að upplifa túrverki frá helvíti og íbúfen virkaði ekki einu sinni...og vesslings karen var líka að deyja og við þjáðums saman á meðan kagglinn hann gunnar hélt að þetta væri nú ekkert erfitt! og við áttum bra að vinna endalaust! ekki mikið umburðarlindi þar. Þegar eg kom heim fór ég í sturtu og vatnið varð brúnt ég sver...ég var örugglega með allann grunninn á smáralind undir nöglunum! ógeð! svo hitaði ég mér pizzu, helti kók í glas og fór að horfa á bruse almighty og japplaði á ís eftir á. það var alveg ágætt. síðan kom mamma heim og leyfði mer ekki að fá kött, ég fór í fílukast og fór til ömmu að fá lánaðar bækur og fann 2 góðar, eva luna segjir frá og ást og skuggar, bæði eftir I.A. og núna er ég hálfnuð með eva luna segjir frá. hún er góð.

PÆLING: orð eins og tromma eða penni...þau eru skrítin. þau koma ekki af neinu orði...þúst "penni" hvað segjir þer það? náttla eikkað sem marr skrifar með..en ég meina það var ekkert sem var á undan pennanum ssem a' hét kannski penina eða eikkað...svo að eikker bjáni gæti alveg eins birjað að kalla trommur "nonasturik" eða eikkað og enginn myndi fatta neitt því að enginn vissi að trommur væru tommur því a' það er ekkert sem segir að þetta séu trommur! fuðulegt...:o/

kv. Andrea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home