mánudagur, nóvember 13, 2006

Uppsagnarsálmar í G-dúr.

Jæjá. Þá er þeim merka áfanga í lífi mínu náð að segja upp starfi mínu. Ég gerði það sunnudaginn síðastliðinn og eftirfarandi eru ástæðurnar:
  • Ég er búin að vinna á Mekong í meira en ár, og fæ gubb upp í háls eftir hverja vakt.
  • Yfirmaðurinn minn er jafn gáfaður og sneið af osti.
  • Ég hef ekki fengið launaseðil síðan í ágúst, og mig grunar óhreint mjöl í pokahorninu.
  • Það vantar alltaf allavega hráefni í 3 rétti, á hverri vakt.
  • Mamma yfirmannsins er fasisti.
  • Yfirmaðurinn neitaði að kaupa gólfsápu.
Og síðustu helgi fengu yfirkokkarnir nóg af fasismanum og gengu út. Nú, ég mætti á vakt og fannst eðlilegt að fyrst það væru engir kokkar gætum við ekki haft opið. Yfirmaðurinn var ekki á sama sinni. Fyrir utan það voru allir útkeyrslubílarnir á ónýtum sumardekkjum, og það var stormur úti. Yfirmanninnum fannst það heldur engin ástæða fyrir því að loka. Og þannig fór helmingur vaktinnar fram, án kokka og án heimsendinga. Voða skemmtilegt. Og hvar var yndislegi yfirmaðurinn okkar? Að horfa á konuna sína keppa í magadans. Og á því augnabliki tók ég þá endanlegu ákvörðun að þetta væri ekki hugsandi fólki bjóðandi, og svo sagði ég upp. Nú er ég atvinnulaus og hamingjusöm. Ó, hvað ég er hamingjusöm. Nú ætla ég að flatmaga það sem eftir er annarinnar og gera ekki neitt. Og hér eru tilfinningar mínar gagnvart yfirmanninum í myndrænu formi:Annars þakka ég öðrum starfsmönnum Mekong samstarfið, og þið eruð alveg ágæt. Og ein játning að lokum: Já, eins og ykkur grunaði - það var ég sem braut skaftið á moppunni. Það var óvart. Sorrý.

Kv. Andrea

7 Comments:

Blogger Benedikta said...

Loksins! :D ég trúi því bara ekki að þú hafir nennt þessu svona lengi o.0 En já, þetta er leim-ass staður til að vinna á, dreifum kjúklingasögunni út um allt, þá hættir fólk að borða þarna og staðurinn þarf að loka, yay! :P

þriðjudagur, nóvember 14, 2006 11:21:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

Frosterfree: I will tell you what my hell is, you guys probably don't read enough to know what ADD is do you
Frosterfree: Attention Defecit Disorder
Frosterfree: it's a learning disability
Frosterfree: discovered extensivly in 1980
Frosterfree: a year before I was born
Frosterfree: I have had to fight that my entire fuck'n life
Frosterfree: my kids will have to fight it for their entire lives
CatGonk: You won't have kids. Trust me on this.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006 1:12:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAh ég er hamingjusöm og flatmaga bara í vinnunni , Andrea þú hefðir átt að jointa sparliðið... það er málið

föstudagur, nóvember 17, 2006 2:30:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Ef þú hefðir ekki gefið antikristi starfið sem ég spurði þig hvort væri laust, þá væri ég að vinna með þér núna. En ég mun aldrei vinna fyrir sama fyrirtæki og antikristurinn.

föstudagur, nóvember 17, 2006 6:38:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

wtf? hver er antikristurinn?

*forvitni*

sunnudagur, nóvember 19, 2006 12:38:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Antikristur er stúlka sem heitir Ragnheiður og er tjah... antikristur.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006 6:15:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ragga las þetta komment og hló í korter..... þú skemmtir djöflinum kona .. nú liggur leiðin bara til vítiskvala að jarðvist lokinni

mánudagur, desember 11, 2006 4:22:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home