Uppsagnarsálmar í G-dúr.
Jæjá. Þá er þeim merka áfanga í lífi mínu náð að segja upp starfi mínu. Ég gerði það sunnudaginn síðastliðinn og eftirfarandi eru ástæðurnar:
Annars þakka ég öðrum starfsmönnum Mekong samstarfið, og þið eruð alveg ágæt. Og ein játning að lokum: Já, eins og ykkur grunaði - það var ég sem braut skaftið á moppunni. Það var óvart. Sorrý.
Kv. Andrea
- Ég er búin að vinna á Mekong í meira en ár, og fæ gubb upp í háls eftir hverja vakt.
- Yfirmaðurinn minn er jafn gáfaður og sneið af osti.
- Ég hef ekki fengið launaseðil síðan í ágúst, og mig grunar óhreint mjöl í pokahorninu.
- Það vantar alltaf allavega hráefni í 3 rétti, á hverri vakt.
- Mamma yfirmannsins er fasisti.
- Yfirmaðurinn neitaði að kaupa gólfsápu.

Kv. Andrea