þriðjudagur, september 26, 2006

Joan Jett með comeback?

Já, Jules Verne myndi eflaust snúa sér við í gröfinni ef hann væri Joan Jett aðdáandi. Ég verð nú að segja að þetta finnst mér nokkuð ósmekklegt. Ég er að horfa á Joan Jett að sprikla um á brjóstahaldara með þroskaheft emo-barn í eftirdragi á sviði Jay Leno. Til þess að bæta upp þetta volæði var Steve Carell einnig í þættinum. Hann hefur vaxið mikið í áliti hjá mér undanfarið, og ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð forvitin um myndina Little Miss Sunshine, sem hann leikur í. Frábær túlkun hans á Brick Tamland hjálpar líka, jafnvel þó Brick hafi ekki verið uppáhalds karakterinn minn af Fréttateymi stöðvar 4.Ég kýs oft að blogga þegar ég á að vera að gera eitthvað annað, og ég gæti svosem verið að skrifa gagnrýni fyrir Verðanda núna en ég fæ mig sjaldan til að gera hluti sem ég þarf nauðsynlega að gera. Ég kláraði samt næringarfræðikönnun í skólanum í dag og fékk áhugaverðar niðurstöður. Það lítur út fyrir að ég hafi orku og líkamsmassa 9 ára stúlkubarns frá Súdan. Sem er með beinkröm og hrörnunarsjúkdóm. Og krabbamein. Og ég nærist einnig sem slík. Fyrir utan viðbætta sykurinn sem ég innbyrgi, sem samanstendur af 99% kóki og 1% sinnepi. Áhugavert, verð ég að segja. Ég er samt örugglega ein um að finnast svo. En nú ætla ég að fara og fá mér kók, ég er komin með ógeð á því að skrifa lélegar færslur af skyldurækni.

Kv.Andrea