þriðjudagur, september 26, 2006

Joan Jett með comeback?

Já, Jules Verne myndi eflaust snúa sér við í gröfinni ef hann væri Joan Jett aðdáandi. Ég verð nú að segja að þetta finnst mér nokkuð ósmekklegt. Ég er að horfa á Joan Jett að sprikla um á brjóstahaldara með þroskaheft emo-barn í eftirdragi á sviði Jay Leno. Til þess að bæta upp þetta volæði var Steve Carell einnig í þættinum. Hann hefur vaxið mikið í áliti hjá mér undanfarið, og ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð forvitin um myndina Little Miss Sunshine, sem hann leikur í. Frábær túlkun hans á Brick Tamland hjálpar líka, jafnvel þó Brick hafi ekki verið uppáhalds karakterinn minn af Fréttateymi stöðvar 4.Ég kýs oft að blogga þegar ég á að vera að gera eitthvað annað, og ég gæti svosem verið að skrifa gagnrýni fyrir Verðanda núna en ég fæ mig sjaldan til að gera hluti sem ég þarf nauðsynlega að gera. Ég kláraði samt næringarfræðikönnun í skólanum í dag og fékk áhugaverðar niðurstöður. Það lítur út fyrir að ég hafi orku og líkamsmassa 9 ára stúlkubarns frá Súdan. Sem er með beinkröm og hrörnunarsjúkdóm. Og krabbamein. Og ég nærist einnig sem slík. Fyrir utan viðbætta sykurinn sem ég innbyrgi, sem samanstendur af 99% kóki og 1% sinnepi. Áhugavert, verð ég að segja. Ég er samt örugglega ein um að finnast svo. En nú ætla ég að fara og fá mér kók, ég er komin með ógeð á því að skrifa lélegar færslur af skyldurækni.

Kv.Andrea

9 Comments:

Blogger Benedikta said...

Hva? Þetta eru bara ágætis niðurstöður :D Ég myndi líklega fá það sama... bara aðeins hærri fituprósentu :P Hvað áttu að gagnrýna í þessu blaði? Hin greinin var mjög flott bétévaff ;)

miðvikudagur, september 27, 2006 8:50:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

Hin greinin var mega-flott.
Sæt mynd af þér líka sem þau nota.

Hver var uppáhaldspersónan þín í Anchorman? Var það ekki bara Mr. Burgundy?

miðvikudagur, september 27, 2006 10:01:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Yeeeah
Just think
Here I am, in Hong Kong, and all I drink is coke and tea.
It doesn't matter where you go, you can find coke anywhere.
coke and the big M.
Seeya in circa 10 months, I'll sell you some coke for free ;)

fimmtudagur, september 28, 2006 3:08:00 e.h.  
Blogger Dynamic said...

Þú dusilmenni þú! Við erum í nauðþröng með tíma og þú gerir ekkert nema að hangsa og blogga! svei þér.
uh, já.. auðvelt að sjá flísina í auga náungans þegar maður sér ekki bjálkan í sínu eigin. ég verð að fara að verðandast

fimmtudagur, september 28, 2006 7:34:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æji þessir unglingar... Alltaf að ríða! Sleikja og sjúga...suss...

fimmtudagur, október 05, 2006 12:51:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg bid ennta eftir e-mail, tu mannst arnagudbjorg@simnet.is

Hlakka til ad opna tetta naest og lesa krassandi skemmtilegt sludur fra Islandi :D

xxxArna
Spanverjar eru otrulegir, teir tyda allt!!! Eg er buin ad horfa a Braveheart a spensku asamt "Los Simpson" Tar a medal tessa sidu og tl ad skrifa kommentid, msn og allt!!

Nombre:
Su página web_:

föstudagur, október 06, 2006 9:27:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

Ég veit þú kannt ekki rússnesku en það kann ég og strúturinn þarna segir að það sé tími til að blogga og það sé fnykur af þér.

laugardagur, október 14, 2006 2:54:00 f.h.  
Blogger Höjkur said...

hildur, ég vil ekki vera með leiðindi en þetta er ekki strútur. þetta er það sem við köllum flóðhestur(hippopotamus). sem ku vera einhverskonar fenja/vatna svín

mánudagur, nóvember 06, 2006 6:51:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

johnsmith: Ill sit at bars and write perl on my napkin until girls are so thick around me I cant move my body

miðvikudagur, nóvember 08, 2006 11:58:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home