It's been a while.
Æi... öh. Ég er ekki tilbúin fyrir þetta. Skólinn er bara einhvernvegin ekki það sem ég þarf núna. Ólíkt undanförnum árum lífs míns fann ég ekki fyrir neinni skólabyrjunar-spennu þegar leið á ágústmánuð. Ég kenni því um að ég fékk ekki nógu marga daga þar sem ég hafði ekkert fyrir stafni. Annars atorkaði ég ekki miklu í sumar fyrir utan að safna fullt af pening sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Hefði betur átt að vinna minna og njóta sumarsins meira. Svo fer sem fer.
Svo er stemmningin í skólanum bara svo súr eitthvað, sérstaklega með bróðurpart vina minna hættum í skólanum þá er ýfið einmanalegt og ég eyði mestum tíma mínum í að hanga hjá kókvélinni. Sem er örugglega það sorglegasta sem ég veit. Já, krakkar mínir, þetta er grátbroslegur raunveruleikinn. Eina sáluhjálpin sem ég sé í nánd er sá örsmái möguleiki að ég komist í auglýsingastjórn, en miðað við alvarleika umsóknarinnar minnar finnst mér það ólíklegt. Þá myndi ég kannski hafa eitthvað fyrir stafni annað en að leita í brjálæði að Rambó, hnífnum mínum, sem virðist vera algjörlega M.I.A... Já. Sumarið er búið og ég er líka.
Og til þess að toppa allan þennan súrleika ákváðu hálskirtlarnir mínir að halda sýklateiti og eru nú á stærð við armkúta. Sem er alls ekki ferskt vegna þess að mér þykir fátt annað betra en að borða góðan mat. Mmmm... sem minnir mig á. Kannski ég segi þetta komið gott og fari í matarleit.
Kv.Andrea
Svo er stemmningin í skólanum bara svo súr eitthvað, sérstaklega með bróðurpart vina minna hættum í skólanum þá er ýfið einmanalegt og ég eyði mestum tíma mínum í að hanga hjá kókvélinni. Sem er örugglega það sorglegasta sem ég veit. Já, krakkar mínir, þetta er grátbroslegur raunveruleikinn. Eina sáluhjálpin sem ég sé í nánd er sá örsmái möguleiki að ég komist í auglýsingastjórn, en miðað við alvarleika umsóknarinnar minnar finnst mér það ólíklegt. Þá myndi ég kannski hafa eitthvað fyrir stafni annað en að leita í brjálæði að Rambó, hnífnum mínum, sem virðist vera algjörlega M.I.A... Já. Sumarið er búið og ég er líka.
Og til þess að toppa allan þennan súrleika ákváðu hálskirtlarnir mínir að halda sýklateiti og eru nú á stærð við armkúta. Sem er alls ekki ferskt vegna þess að mér þykir fátt annað betra en að borða góðan mat. Mmmm... sem minnir mig á. Kannski ég segi þetta komið gott og fari í matarleit.
Kv.Andrea