mánudagur, ágúst 07, 2006

You better get me a shovel ...

'Cause I'm diggin' it. Jæja. Ákvað að útskýra fjarveru mína fyrir ykkur aumu áhangendum sem þykist ekki lesa bloggið mitt en gerið það samt. Ég veit þið gerið það, þið getið ekki blekkt mig. Ég á alveg vini. Right? Right?

Eftir fáránlega subbulega Verslunarmannahelgi sem ég mun ekki fara frekar út í sökum heiðursmanna samnings sem gerður var þá hef ég þetta að segja: Ég ætla aldrei aftur að fara á KFC þunn. Eða bara yfirleitt. Á morgun er ég svo að fara til Mallorca til að baða mig í öllum hinu skaðlegu geislum sólarinnar sem ná inn fyrir ósonlagið. Og drekka bjór. Með Írisi. Og Pedro. Já, hann er sundlaugastrákurinn sem ég ætla að táldraga. Og ég kem heim aðfaranótt hins 16 ágúst, bara svona ef þið hefðuð hugsað ykkur að keyra uppá flugvöll, taka á móti mér og fara í sleik við mig í flugstöðinni.

Annars hef ég ekki mikið meira að segja, nema það að lokaþáttur The O.C. var great-A baloney, eins og Veronica Corningstone myndi orða það. Alls ekki sátt við hann. En helgin, fríið og lífið - það er ég nokkuð sátt við. Í bili.

Kv. Andrea

8 Comments:

Blogger Benedikta said...

Djöfull var þessi verslunarmannahelgi ömurleg... Akureyri saug feitan jónsson...

og það var einhver x-vinur þinn sem var geðveikt að bögga mig á Páls-óskars ballinu spurjandi hvar þú værir og vera geðveikt hneykslaður yfir að ég vissi það ekki....

ég og aggi nenntum ekki að tjalda, þannig við breyttum Avensisnum í húsbíl, það var töff...

eníveis, skemmtu þér vel í sukkferðinni, skila kveðju til Pedro ;)

þriðjudagur, ágúst 08, 2006 9:13:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Já. Það var víst Þorri. Hann á það til að vera tjah... böggandi. Sorrí.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006 1:27:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ah já Þorri...sakna hans voða lítið. Og O.C., ja ég missti áhugann á því í miðri annari seríu en var svo lánsöm að leiðast þetta mánudags kvöld og sjá þennan blessaða þátt. Mér fannst hann allt í lagi. Kannski útaf því að mér finnst Marissa mjög leiðgjarn karakter og sá ekkert eftir henni fara (ég hugsaði allan tímann: Æi greyið Ryan! Billinn hans er ónýtur). En það er geðveikt týpískt að hún hafi ekki drepist og það komi rosa dramatískt come back...Það er leim

fimmtudagur, ágúst 10, 2006 11:43:00 f.h.  
Blogger Gummi said...

Ég get alveg sótt þig sko, kominn með æfingaleyfi og alles. Hins vegar verður þú að bíta í hið súra epli að fá ekki að fara í sleik við mig.

Sunna....takk fyrir að spoila....ég vissi þetta samt....en takk samt....bitch

fimmtudagur, ágúst 10, 2006 7:28:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey! Þú hefur greinilega ekki lesið myndbönd mánaðarins í þessum mánuði Gummi. En fyrirgefðu samt...now I just feel bad.

föstudagur, ágúst 11, 2006 6:11:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Jú, ég sá þetta þar, samt eftir að ég heyrði það frá Ívari.

mánudagur, ágúst 14, 2006 1:28:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Hættu að væla Gummi. Væluskjóða. Ég myndi heldur ekkert vilja fara í sleik við þig, humph! Alls ekki. Iss... Að þú skulir halda... N00b.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006 6:48:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kJæja fyrst svo er þá finnst mér að þú eigir að láta bíturleika þinn bitna á réttum aðilum Gummi. Ég braut lögin í dag...

fimmtudagur, ágúst 17, 2006 3:13:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home