fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Varstu að væla eða ertu alltaf svona rauð?

Hér með áskila ég mér þeim rétti að vera mega ímó tussa í þriðju persónu tilvistarkreppu. Allar mótbárur og bögg um að ég sé angistarfullur táningur verður ekki liðið. Kannski er ég bara búin að vera að hlusta of mikið á The Smiths. Morrisey hefur náttúrulega rétt fyrir sér. Alltaf. Vikan er samt búin að vera rosalega ljót og leiðinleg. Ég er ef til vill týndari en ég hef verið nokkur sinnum áður. Er bara eitthvað að mér, er ég biluð vara? Svo ég vitni nú í ol' Morrisey:
"If you're so funny, then why are you on your own tonight?
And if you're so clever, then why are you on your own tonight?
If you're so very entertaining, then why are your own tonight?

If you're so very good looking, why do you sleep alone tonight?
I know, because tonight is just like any other night,
It's why you're own tonight."
Æi. Svo er ég að fara í sumarbústað með le gang. Hvað sem það þýðir nú. Ég er með hausverk, sem ég losna ekki við. Og ég er að fara í próf á morgun, í Gylfaginningu. Ég verð að segja að ég sé einstaklega mótfallin styttingu framhaldsskólanna. Þorgerður Katrín er alls ekki að gera sig. Hvað með 90' árganginn? Hvernig væri að einbeita sér að því að koma honum einhverstaðar fyrir. Grey krakkarnir hafa ekki skólapláss. Það ku vera réttur þeirra, og gellan einbeitir sér að öllu afli að því að útrýma listnámi á Íslandi í staðin.
Hver veit nema við höfum hinn næsta Hitler á ferð hérna? Ég held það sé tímabært að stöðva hana. Við vitum öll að hægrisinnaðar ljóskur í pólitík eru bara karlmenn í dulargervi. Takið Ann Coulter sem dæmi. Hún er karlmaður. Viljum við að klæðskiptingur skerði rétt okkar til frekari námsmöguleika? Hmmmm. NEI! I rest my case.

Kv.Andrea

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh, þú ert svo mikið út í lofið... hvað eigum við að gera svo við öllu þessu climate thingi?

Hildur hefur svör við öllu :D

http://www.foe.co.uk/campaigns/climate/big_ask/thom_yorke.html

Annars sagði ég þér skoðun mína á Morrisey í morgun. Besti textahöfundurinn og bla bla... nenni ekki að endurtaka mig.
Ég fatta ekki sumt fólk í skólanum sem er að fatta Morrisey svo seint :rolleyes: (atease? :( )

föstudagur, febrúar 10, 2006 12:34:00 f.h.  
Blogger Höjkur said...

um hvað eruð þið eiginlega að tala!? Morrisey besti textahöfundurinn? held þið séuð alvarlega snarbilaðar. Morrisey syngur ekki um neitt annað en það hvað það rignir mikið í manchester og hve mikið hann vilji deyja. hver sem er getur samið texta einsog hann, því þeir eru allir á þessa leið...

"það er rigning í manchester, og ég vil bara deyja. Því úti er regnið kalt og ég vil bara deyja"

föstudagur, febrúar 10, 2006 9:40:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haukur það er greinilegt að þú hefur eitthvað ósagt við Morrisey karlinn.
En þú ert bara að vera kjánalegur. Þú ert eins og manneskjurnar sem segja:
"Radiohead? Já, þeir gera svo ógeðslega þunglyndislega tónlist. Oj!"
Það er bara fíflaskapur.
Þú ert ekki fífl Haukur, er það nokkuð?
Ekki láta svona.

Lestu smá Morrisey fyrir svefninn.

PS: Ég er á top 8 hjá Chietan Mews. Hversu kúl er það? og þetta er the real chieftan mews.. enginn fake.. éger með sannanir.

...

Eruð þið að segja mér að þið hafið aldrei séð The most Gigantic Lying Mouth of All Time?

föstudagur, febrúar 10, 2006 3:45:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit ekki með Hauk en ég tek allavega ekki mark á konu sem heldur því fram að Thom Yorke sé kynþokkafyllsti og hæfileikaríkasti maður veraldar. Ekki það að ég hafi nokkurn tímann hlustað á Morrisey..........

Og já, Andrea. Voðalega loðið og ..ja, Emo-legt blogg hjá þér. Ég gæti komið með ráð (segji ég allvega) en ég ætla bara að skrifa uppá typpi og verkjalyf í þetta skiptið.

Og auðvitað er Þorgerður Katrín kunta. Kemur annað til greina ef þú ert Sjál.......?

föstudagur, febrúar 10, 2006 5:08:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Ég veit ekki með Hauk en ég tek allavega ekki mark á konu sem heldur því fram að Thom Yorke sé kynþokkafyllsti og hæfileikaríkasti maður veraldar"

Ég man ekki eftir að hafa sagt það við þig, Kalli.

Þú verður að læra að hlusta!

Ekki að ég sé að neita þessum ásökunum en ég man ekki eftir að hafa sagt þessi orð upphátt... það ekki eins og ég þekki alla í heiminum, skiluru... Thom Yorke er örugglega ekkert hæfileikaríkasti maðurinn í hieminum en hann er heavy-hæfileikaríkur.

Greenwood bræðurnir eru líka hot.
...ef einhver svo mikið sem minnist á fiska mun ég stinga stórutánni minni svo fast upp í kokið á þeirri manneskju að ég mun neyðast til að nota hana sem skó.

föstudagur, febrúar 10, 2006 11:18:00 e.h.  
Blogger Höjkur said...

þetta er bara of freystandi

FISKAR!!!

FISKAR!

þá er ég búinn að koma þessu frá mér.

hildur, ég er enginn kjáni. mér finnst morrisey bara ekkert spes textahöfundur. í raun myndi ég setja texta hans í flokk með ljóðum vógonskra kapteina

laugardagur, febrúar 11, 2006 7:11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú kommentar eins og kallaður, Haukur.
Ég var akkúrat að eyða heilum degi í bakaríinu á sokkunum einum saman.
mIg vantar skoooooooó.

skooooooór *labba að Hauki eins og zombie, slefandi*

sunnudagur, febrúar 12, 2006 9:33:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef mjöööög takmarkaða þolinmæði þegar það kemur að The Smiths og Morrisey...mjöööööööög takmarkaða, ekki það að tónlistin sé einstaklega leiðinleg, nehh hún er allt í lagi býst ég við en ég get þó engan veginn hlustað á heilan disk í gegn, fæ bara reiðikast og klígju
.
Thom Yorke er samt smá hot
Hildur ... Jonni er samt mun feguri en bróðir sinn. Játaðu og gráttu!


freakjuice

mánudagur, febrúar 20, 2006 4:47:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

FOKKING FILLER FAN SEM ÞÚ ERT ERLA!!!!

LÁTTU ÚTVARPSHAUS Í FRIÐI *SPÝT Í STÍL KARÓLÍNU SPÁKONU*


es: Colin Greenwood er svo hot... Colin Greenwood + tambúrína = kynþokki dauðans / mynd sem Hildur á (og var í alvöru gerð persónulega handa henni)

laugardagur, febrúar 25, 2006 10:48:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home