Æ, bara eitthvað.
Stundum gerir heimurinn mig leiða. Það gerist ekki oft. Yfirleitt heldur rammgerður varnarveggur cynísismans svekkelsinu frá, en af og til komast yfir þann vegg Mongólar vonsvikanna.
Áðan var ég í þeirri ágætu búð Europris að versla mér sokkabuxur og myndaalbúm með Sindra. Þegar við gengum út úr búðinni æxlaðist það þannig að ég hélt á myndaalbúminu og Sindri hélt á sokkabuxunum. Þegar við vorum komin inn í bíl segir Sindri í einhverju gríni að þetta hafi nú litið svolítið skringilega út og að betur hefði mátt fara. Ég skildi ekkert og spurði hvort honum þætti vandræðalegt að halda á sokkabuxum. Hann hélt nú ekki, sagði bara að þetta hefði litið svolítið skringilega út. Við nánari íhugun sagði hann að kannski hafi hann fundið fyrir smá effeminacy, kvengervingu, við það að sjást haldandi á sokkabuxum á almannafæri.
Verandi maðurinn sem ég þekki og elska komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri rugl að hugsa svona, enda var alls ekkert meint með þessu og Sindi er vafalaust einn af þeim örfáu mönnum sem hafa snefil af skilning á því hvernig ég skil jafnrétti og femínisma... en það sem gerði mig leiða fyrir hann og heiminn og karlmenn og kvenmenn er í rauninni það að þessi hugmynd hafi skotið rótum í hugsanagang hans, að það sé eitthvað skrítið, ónáttúrulegt og óæskilegt að kvengervast af og til. Ætti ég að fara í keng og verða vandræðaleg næst þegar ég kaupi mér kassa af nöglum?
Sömu óþægindi grípa mig yfirleitt þegar talað er um að einhver kasti eða sparki eins og stelpa. Fyrst um sinn fór það í taugarnar á mér að auðvitað eru ógrynni afar hæfileikaríkra íþróttakvenna út um allan heim sem sparka og kasta mun betur en hinn almenni Pétur og Páll. Í seinni tíð hefur það hinsvegar farið í mig að þessi orðnotkun vísar til þess að það sé eitthvað rangt við það að kasta eins og stelpa. Burtséðfrá því hvort stelpur kasti langt eða stutt, fast eða laust. Bara það að þetta sé eitthvað sem haft er fyrir ungum strákum: að það sé ekki gott að gera eitthvað eins og stelpa, það finnst mér svolítið leiðinlegt. Af hverju má Sindri, jafnréttissinnaður nútímamaður, ekki standa á tómu bílastæði út á Granda með sokkabuxur í hönd, án þess að finna fyrir blygðunarkennd gagnvart samfélaginu?
Á sama tíma og þessi lenska þrífst elur almennt viðhorf og fjölmiðlun á þeirri tímalausu list að elska konur. Þessi tvískinnungur finnst mér bráðfyndinn. Gillz elskar mömmu sína, Erpur elskar mellur og enn aðrir elska þessa heillandi ósnertanlegu femínista með skringilegu viðhorfin sín. Nútímakonan er sannkölluð kóróna sköpunarverksins og það er greinilegt merki um hinn mjúka nútímamann að kunna að dýrka hana eins og gyðjuna sem hún er.
Það er mjög in að elska konur, en passaðu þig samt að elska ekki eins og stelpa.
Hlýja, Andrea
Áðan var ég í þeirri ágætu búð Europris að versla mér sokkabuxur og myndaalbúm með Sindra. Þegar við gengum út úr búðinni æxlaðist það þannig að ég hélt á myndaalbúminu og Sindri hélt á sokkabuxunum. Þegar við vorum komin inn í bíl segir Sindri í einhverju gríni að þetta hafi nú litið svolítið skringilega út og að betur hefði mátt fara. Ég skildi ekkert og spurði hvort honum þætti vandræðalegt að halda á sokkabuxum. Hann hélt nú ekki, sagði bara að þetta hefði litið svolítið skringilega út. Við nánari íhugun sagði hann að kannski hafi hann fundið fyrir smá effeminacy, kvengervingu, við það að sjást haldandi á sokkabuxum á almannafæri.
Verandi maðurinn sem ég þekki og elska komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri rugl að hugsa svona, enda var alls ekkert meint með þessu og Sindi er vafalaust einn af þeim örfáu mönnum sem hafa snefil af skilning á því hvernig ég skil jafnrétti og femínisma... en það sem gerði mig leiða fyrir hann og heiminn og karlmenn og kvenmenn er í rauninni það að þessi hugmynd hafi skotið rótum í hugsanagang hans, að það sé eitthvað skrítið, ónáttúrulegt og óæskilegt að kvengervast af og til. Ætti ég að fara í keng og verða vandræðaleg næst þegar ég kaupi mér kassa af nöglum?
Sömu óþægindi grípa mig yfirleitt þegar talað er um að einhver kasti eða sparki eins og stelpa. Fyrst um sinn fór það í taugarnar á mér að auðvitað eru ógrynni afar hæfileikaríkra íþróttakvenna út um allan heim sem sparka og kasta mun betur en hinn almenni Pétur og Páll. Í seinni tíð hefur það hinsvegar farið í mig að þessi orðnotkun vísar til þess að það sé eitthvað rangt við það að kasta eins og stelpa. Burtséðfrá því hvort stelpur kasti langt eða stutt, fast eða laust. Bara það að þetta sé eitthvað sem haft er fyrir ungum strákum: að það sé ekki gott að gera eitthvað eins og stelpa, það finnst mér svolítið leiðinlegt. Af hverju má Sindri, jafnréttissinnaður nútímamaður, ekki standa á tómu bílastæði út á Granda með sokkabuxur í hönd, án þess að finna fyrir blygðunarkennd gagnvart samfélaginu?
Á sama tíma og þessi lenska þrífst elur almennt viðhorf og fjölmiðlun á þeirri tímalausu list að elska konur. Þessi tvískinnungur finnst mér bráðfyndinn. Gillz elskar mömmu sína, Erpur elskar mellur og enn aðrir elska þessa heillandi ósnertanlegu femínista með skringilegu viðhorfin sín. Nútímakonan er sannkölluð kóróna sköpunarverksins og það er greinilegt merki um hinn mjúka nútímamann að kunna að dýrka hana eins og gyðjuna sem hún er.
Það er mjög in að elska konur, en passaðu þig samt að elska ekki eins og stelpa.
Hlýja, Andrea