Adagio fyrir strengi.
Einn dag í mínu fábrotna lífi lá leið mína heim til mín. Þetta var fyrir aðeins meira en ári síðan, semsagt haustönn 2005. Það var ekki besta tímabil lífs míns, ef ég á að segja eins og er. Ef ég á að segja eins og er var sálarlíf mitt í sinni mestu dýfu fyrr og síðar. Ég tek alltaf Leið S2 heim til mín. Oftast fer ég inn á stoppustöðinni á Kringlumýrarbraut, en þar er skólinn minn. Stundum fer ég á Hlemmi, og örsjaldan í Hamraborg. Þennan dag fór ég inn í strætó á Hlemmi, og kom mér fyrir á öðru af tveimur uppáhalds sætunum mínum. Uppáhalds sætið mitt er næstum því aftast, en það snýr vitlaust þannig að enginn sér mig í strætónum nema sá sem situr alveg aftast. Hitt uppáhaldssætið mitt er í miðjum strætónum, hjá hurðinni, nema það er gler fyrir framan mig. Þennan dag sat ég í sætinu hjá hurðinni.
Þegar strætóinn var kominn á Grensásveg stoppaði hann og hleypti farþega inn, fyrir utan gæludýrabúðina og Teppaland. Held ég. Farþeginn sem gekk inn í strætóinn var strákur. Ég giska á að hann hafi verið einu eða tveimur árum eldri en ég og hann var klæddur í grænar flauelsbuxur. Hann settist í eitt af sætunum sem snúa á móti hvort öðru, fjögur saman, þannig að ég gat virt hann fyrir mér. Hann var í tveimur úlpum, enda var kalt úti. Stundum finnst mér gaman að fylgjast með fólkinu sem er í strætó. Einu sinni sá ég strák sem reytti dún úr úlpunni sinni og blés því svo í hárið á gamalli konu sem sat fyrir framan hann. En allavega, þá fór ég að virða þennan strák fyrir mér. Hann var með sítt, dökkt hár sem liðaðist smá. Andlitið á honum var örlítið flatt, og augun á honum voru tómleg. Hann minnti mig á málverk frá endurreisnartímabilinu. Svo vöktu hendurnar á honum athygli mína. Þær voru grannar, og hann hafði langa, kvenlega fingur. Hann var að nudda höndunum á sér saman. Hann gerði það rólega, og naut þess hins ýtrasta. Mér fannst hann mjög fallegur. Því meira sem ég horfði á hann því heillaðari varð ég. Svo tók ég eftir hringlaga töskunni. Hún var gömul, og alveg hringlaga, með risastórum rennilás. Hringurinn hefur líklegast verið á stærð við glerplötu fyrir kökur. Ég bjó til langa sögu í höfðinu á mér að hann væri farandslistamaður sem snéri diskum á litlum pinnum, og væri á leiðinni eitthvert að sýna listir sínar.
Ég var á nálum alla leiðina heim, og beið eftir því að hann myndi ýta á hnappinn og fara út einhverstaðar. Ég fer alltaf út í Salahverfinu, sem er nánast lokastöð fyrir strætóinn, og ég er venjulega ein eftir í strætónum þegar ég fer út. En hann fór ekki út. Ég þorði varla að ýta á hnappinn þegar stoppið mitt nálgaðist, og þegar hann stoppaði þá roðnaði ég eins og epli þegar ég gekk framhjá dularfulla endurreisnarmanninum, til þess að komast út. Ég hélt lengi vel að ég væri ástfangin af þessum leyndardómsfulla strák.
Einn dag var ég á vappi í skólanum mínum, mánuðum eftir strætóferðina, og þá sá ég strákinn. Kom í ljós að hann var bara mjög venjulegur menntskælingur sem spilaði á trommur í frístundum sínum. Vonbrigðin helltust yfir mig. Þetta hefðu þá ekki verið diskar í töskunni. Og það var ekkert leyndardómsfullt lengur. Og ég uppgötvaði að heilinn á mér hefur þann hæfileika að ímynda sér að allt sé í fullkomnu jafnvægi þegar það er það ekki. Mér finnst ég mjög berskjölduð að segja frá þessu öllu hér, en ég treysti ykkur. Mig langaði bara ekki að skrifa um eitthvað tilgangslaust eins og tilveruna og hvað ég fékk í jólagjöf.
Kv. Andrea
Þegar strætóinn var kominn á Grensásveg stoppaði hann og hleypti farþega inn, fyrir utan gæludýrabúðina og Teppaland. Held ég. Farþeginn sem gekk inn í strætóinn var strákur. Ég giska á að hann hafi verið einu eða tveimur árum eldri en ég og hann var klæddur í grænar flauelsbuxur. Hann settist í eitt af sætunum sem snúa á móti hvort öðru, fjögur saman, þannig að ég gat virt hann fyrir mér. Hann var í tveimur úlpum, enda var kalt úti. Stundum finnst mér gaman að fylgjast með fólkinu sem er í strætó. Einu sinni sá ég strák sem reytti dún úr úlpunni sinni og blés því svo í hárið á gamalli konu sem sat fyrir framan hann. En allavega, þá fór ég að virða þennan strák fyrir mér. Hann var með sítt, dökkt hár sem liðaðist smá. Andlitið á honum var örlítið flatt, og augun á honum voru tómleg. Hann minnti mig á málverk frá endurreisnartímabilinu. Svo vöktu hendurnar á honum athygli mína. Þær voru grannar, og hann hafði langa, kvenlega fingur. Hann var að nudda höndunum á sér saman. Hann gerði það rólega, og naut þess hins ýtrasta. Mér fannst hann mjög fallegur. Því meira sem ég horfði á hann því heillaðari varð ég. Svo tók ég eftir hringlaga töskunni. Hún var gömul, og alveg hringlaga, með risastórum rennilás. Hringurinn hefur líklegast verið á stærð við glerplötu fyrir kökur. Ég bjó til langa sögu í höfðinu á mér að hann væri farandslistamaður sem snéri diskum á litlum pinnum, og væri á leiðinni eitthvert að sýna listir sínar.
Ég var á nálum alla leiðina heim, og beið eftir því að hann myndi ýta á hnappinn og fara út einhverstaðar. Ég fer alltaf út í Salahverfinu, sem er nánast lokastöð fyrir strætóinn, og ég er venjulega ein eftir í strætónum þegar ég fer út. En hann fór ekki út. Ég þorði varla að ýta á hnappinn þegar stoppið mitt nálgaðist, og þegar hann stoppaði þá roðnaði ég eins og epli þegar ég gekk framhjá dularfulla endurreisnarmanninum, til þess að komast út. Ég hélt lengi vel að ég væri ástfangin af þessum leyndardómsfulla strák.
Einn dag var ég á vappi í skólanum mínum, mánuðum eftir strætóferðina, og þá sá ég strákinn. Kom í ljós að hann var bara mjög venjulegur menntskælingur sem spilaði á trommur í frístundum sínum. Vonbrigðin helltust yfir mig. Þetta hefðu þá ekki verið diskar í töskunni. Og það var ekkert leyndardómsfullt lengur. Og ég uppgötvaði að heilinn á mér hefur þann hæfileika að ímynda sér að allt sé í fullkomnu jafnvægi þegar það er það ekki. Mér finnst ég mjög berskjölduð að segja frá þessu öllu hér, en ég treysti ykkur. Mig langaði bara ekki að skrifa um eitthvað tilgangslaust eins og tilveruna og hvað ég fékk í jólagjöf.
Kv. Andrea