Hammertime!
Loksins, loksins eru einkunnirnar komnar og fríið gengið í garð. Eða svona næstum því, það eina sem ég á eftir að gera er að fara á staðfestingadag, kýla BB-King í magann, fá P-áfanga umsóknirnar mínar til baka (samþykktar, ætla ég rétt að vona) og láta skrá mig í frönsku 503, af sérstakri beiðni frönskukennarans míns. Ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög sátt ung stúlka um þessar mundir, enda er meðaleinkunnin þessa önn betri heldur en þær fyrri, uppá 8,9. Og ég fékk 8 í dönsku, sem ég get með sanni sagt að sé toppurinn á mínum lítið-glamúrös dönskuferli. Best að hætta þegar maður er á toppnum. Svo fékk ég 10 í skólasókn en það mun líklegast ávalt vera stór ráðgáta fyrir mér. Nú lítur út fyrir að ég sé búin að ljúka 65 einingum, sem getur varla þótt hrörlegt og aumt fyrir 3 annir.
Til annarra tíðinda gæti þetta talist lélegasta bloggár mitt fyrr og síðar, að meðaltali 3 færslur á mánuði. En því má um kenna miklum skóla og mikilli vinnu, þannig að ég sé ekki eftir neinu. Nú, hinsvegar er ég í jólafríi og atvinnulaus í þokkabót, og hef því lítið um afsakanir eftir. Nema jólastúss sem virðist vera að taka upp allan minn tíma. Það er skuggalega stutt í jólin og ég er rétt rúmlega búin með helming jólagjafakaupanna. Enda er ég búin að eyða dögum mínum meira og minna í að sofa til kl. 3 og drekka bjór. I regret nothing.
Á morgun fer ég svo á fyrsta ball mitt síðan árshátíðin á síðasta skólaári, hið dularfulla og exótíska jólaball, og ég býst við því að það verði sveitt, feitt og marinerað. Allavega af minni hálfu, þar sem að ég má ekki stunda það sem allir gera venjulega á böllum (að áreita ókunnuga og fara í sleik). Ég reikna með því að það verði gubbað í ófáa hársrótina, og mögulega smá bömp-aksjón líka. Ef allt fer eftir óskum mínum og þrám er þetta jólaballið í hnotuskurn:
Svoldið flippað, sumir í búningum, og definitely einhver þýska. Eða... Já. Allavega. Það verður rosalegt. Mér skilst að það séu hérumbil allir að fara á þetta ball, nema sumir og í rauninni flestir en það verður samt rosalegt. En nú er ég að hugsa um að fara í sturtu, svo ég segi þennan annál að enda komin, og kveð að sinni.
Kv.Andrea
Til annarra tíðinda gæti þetta talist lélegasta bloggár mitt fyrr og síðar, að meðaltali 3 færslur á mánuði. En því má um kenna miklum skóla og mikilli vinnu, þannig að ég sé ekki eftir neinu. Nú, hinsvegar er ég í jólafríi og atvinnulaus í þokkabót, og hef því lítið um afsakanir eftir. Nema jólastúss sem virðist vera að taka upp allan minn tíma. Það er skuggalega stutt í jólin og ég er rétt rúmlega búin með helming jólagjafakaupanna. Enda er ég búin að eyða dögum mínum meira og minna í að sofa til kl. 3 og drekka bjór. I regret nothing.
Á morgun fer ég svo á fyrsta ball mitt síðan árshátíðin á síðasta skólaári, hið dularfulla og exótíska jólaball, og ég býst við því að það verði sveitt, feitt og marinerað. Allavega af minni hálfu, þar sem að ég má ekki stunda það sem allir gera venjulega á böllum (að áreita ókunnuga og fara í sleik). Ég reikna með því að það verði gubbað í ófáa hársrótina, og mögulega smá bömp-aksjón líka. Ef allt fer eftir óskum mínum og þrám er þetta jólaballið í hnotuskurn:
Svoldið flippað, sumir í búningum, og definitely einhver þýska. Eða... Já. Allavega. Það verður rosalegt. Mér skilst að það séu hérumbil allir að fara á þetta ball, nema sumir og í rauninni flestir en það verður samt rosalegt. En nú er ég að hugsa um að fara í sturtu, svo ég segi þennan annál að enda komin, og kveð að sinni.
Kv.Andrea