laugardagur, október 22, 2005

Brennið þið vitar...

Já, af þessu má dæma að einhver hatar vita. Kannski beikon líka. Ástæðan fyrir dræmri bloggtíðni upp á síðkastið er sú að ég, Andrea Björk Andrésdóttir er orðin þræll lífsgæðakapphlaupsins. Já, ég hef selt sálu mína djöflinum og brotið allar mínar siðareglur. Fólk mun signa sig ótt og títt, henda sér í jörðina í bæn fyrir sál minni og gráta góðan hermann sem fallið hefur í valinn. ÉG er nefnilega komin með vinnu. Hjá Mekong - thailensku matstofunni. Þið ættuð kannski að kannast við staðinn, hann er í Bæjarlind og selur hrísgrjón og núðlur. Og mjög góða kjötrétti, svo sem Matsaman og Paneng. Virkilega sneddí, jééé... mæli með þessu. Önnur ástæðan fyrir bloggleysi er vitanlega þessi gamla og góða - leti. En afhverju er Andrea komin með vinnu? - hugsar fólk sjálfsagt. Manneskja sem hefur nánast aldrei lyft litla fingri á allri sinni ævi? Hvað gengur á? Jú, móðir hennar neitar að borga undir fáránlega há útgjöld hennar svo að hún neyðist til þess að leita á annan vettvang í leit að gjaldeyri. Og hvernig gengur? Jú, vel - segir hún aðspurð um hagi sína hjá Mekong. Undir handleiðslu Benediktu get ég ekki gert mörg glapparskot, er það? Nei, svo sannarlega ekki.

Dagurinn: Ég vaknaði klukkan hálf 2. Það lýsir fullkomlega miklu svefnleysi sem hefur hrjáð mig undanfarið. En núna er ég búin að skila inn kjörbókarritgerðinni minni og ég get sofið vært í bili. Núna er ég að baka köku fyrir móður mína á meðan Híldris eru í sundi. Við ætluðum að fara að mála háaloftið hjá henni en sökum einskærs plebbaskaps ætlum við víst að kíkja í eitthvað hóf hjá Ungum Sjálfstæðismönnum í staðin. Ég hafði ekki ætlað mér að fara út á almannafæri í dag en núna þarf ég víst að fara og greiða á mér hárið. Skrambans.

Pæling Dagsins: Það vefst eitt fyrir mér. Stundum ákveður eitthvert dindilmennið að ræna sjoppu í þeim tilgangi að eignast smá harðan pening með lítilli áreynslu (og hræða svo afgreiðsludömu til dauða með borðhníf). Þá ratar reynslusaga þjónustupíunnar oft í blöðin. Fyrirsögn er eftirfarandi: Vopnað rán framið í Hvassaleitinu - Afgreiðslustúlku ógnað með borðkuta. Afhverju þarf -vopnað- rán að koma fram? Er ekki nokkuð augljóst að rán eru vopnuð? Eru þá til óvopnuð rán? Hvernig fara þau fram... maður veltir fyrir sér. Jæja. Nóg komið í dag.

Kv.Andrea

21 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hóf hjá ungum sjálfstæðismönnum segiru?
VONDUR MH-INGUR!!

laugardagur, október 22, 2005 9:28:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

ég er svo stolt af þér, að vera komin með vinnu :) Það kemur mér líka svoldið á óvart hversu ótrúlega dugleg hún Andrea getur verið... sér einhver það fyrir sér? Allavega er hún ofvirk í vinnunni, sem kemur sér vel ;)

og já, sjálfstæðismenn segiru? tisk tisk!

sunnudagur, október 23, 2005 11:52:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já!!

Maður lendir í því að selja sálina einn daginn, voða vinsælt í dag ^-^

Þú ert hýdd hægri vinstri fyrir að mæta í hóf hjá ungum sjálfstæðismönnum...svo hérn *réttir aloe-vera*

sunnudagur, október 23, 2005 12:29:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Mér finnst persónulega og meint án allrar óvirðingar, maturinn á Mekong ekki góður. Fannst það allavega ekki þegar ég fór þangað fyrir svona örugglega tveimur árum.

Það er vissulega hægt að ræna búð án vopna. Þú gætir annað hvort læðst inn og stolið á meðan enginn sæi, eða farið inn og stolið svo hratt að þú þyrftir ekki vopn. All things go.

sunnudagur, október 23, 2005 5:09:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Oh, Gummi... það er ekki rán, það er bara þjófnaður.

sunnudagur, október 23, 2005 7:48:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Að stela og ræna = þjófnaður?

sunnudagur, október 23, 2005 11:11:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Sko, að ræna búð er notað í þeim skilningi að svona bófi ráðist inn í búðina og hóti öllu illu.

Að stela er hinsvegar að vera geðveikt sneaky og lauma einu Snickersi upp í ermina.

mánudagur, október 24, 2005 12:22:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Pæling..ef maður hleypur inn í búð og öskrar "ÞETTA ER RÁN KOMDU MEÐ ALLA PENINGANA!!" En það er bara enginn við búðarborðið..þú tekur samt peningana og hleypur út. Hvort er það þjófnaður eða rán? o_O

mánudagur, október 24, 2005 11:59:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Það *var* reyndar vopnalaust rán í Out of sight... en ég man ekkert eftir óvopnuðu ráni í Pulp Fiction... hvar hef ég verið?! :O

mánudagur, október 24, 2005 8:59:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Í..pappakass?

mánudagur, október 24, 2005 10:15:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég ætlaði einmitt að nefna þetta Ívar. Tim Roth talaði um gaur sem rændi búð með síma. Hann sagði ef ég man rétt að þetta væru mannræningjar sem myndu drepa konuna hans ef þeir létu hann ekki fá peningana. Ég man þetta ekki alveg en þetta var eitthvað á þessa leið held ég.

þriðjudagur, október 25, 2005 12:36:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En er það ekki frekar fjárkúgun...?

Svo er síminn meira fjarskiptatæki..ert ekki beint að nota hann sem vopn..nema náttúrulega þú sért að reyna að láta manneskjuna frá krabbamein með stórhættulegum bylgjum o_O

þriðjudagur, október 25, 2005 11:37:00 f.h.  
Blogger Gummi said...

Þú hefur greinlega ekki náð þessu. Við vorum að tala um vopnaLAUS rán. Þess vegna talaði ég um að hann hefði notað síma, ekki vopn.

þriðjudagur, október 25, 2005 8:33:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hugsaði akkúrat líka um Pulp Fiction atriðið.
úú´það er Wes Anderson maraþon á vegum Megatrons í norðurkjallara bráðum :D

þriðjudagur, október 25, 2005 11:42:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Umræður um óvopnuð rán dauðar?

Hvernig væri að prufa bara, að ræna búð óvopnaður? Í versta falli ertu stunginn fyrir að ávarpa afgreiðslumanninn vitlaus...

mánudagur, október 31, 2005 11:01:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér hefur alltaf dreymt um að lenda í ráni ... fá að lemja bófa og koma í fréttablaðinu ... sjálfboðaliðar ??

þriðjudagur, nóvember 01, 2005 3:59:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

*Réttir ákafur upp höndina og slefar óhóflega*

þriðjudagur, nóvember 01, 2005 10:43:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

*froðufellir hreifingarlaus á gólfinu*

miðvikudagur, nóvember 02, 2005 10:00:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

erm ívar ég var sko að tala um spænska smáhundinn minn hann Mér ... svo ég er þroskaheft OG KANN ÍSLENSKU ....
Gunni þú hræðir mig á áhugaverðanhátt .. hvað sem það þýðir *hrollur*

fimmtudagur, nóvember 03, 2005 8:56:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

*brosir til Erlu*

Eða var þetta dauðakippur?

fimmtudagur, nóvember 03, 2005 10:15:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

my vote goes to the DAUÐAkippur

miðvikudagur, nóvember 09, 2005 1:37:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home