Peningar frá himnum
Æi... kannski ég skrifi smávegis niður. Ég nenni ekki að læra stærðfræðina mína og ég hef enga löngun til þess að lesa meira af kjörbókinni. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera... ég er ekki í skapi fyrir neitt. Það lítur út fyrir að vera krísa. Annars er farið að styttast í vetrarfrí. Næntís ball er einnig yfirvofandi. Ég er nokkuð pottþétt á því að fara en ég veit samt ekki hvort ég tími því... ég á svo ósköp lítinn pening. En mig langar samt að dressa mig upp næntís, það er svo gaman. Ég vildi að ég ætti Spice Girls bolinn minn ennþá... Ja, ég get alltaf farið í Törtles bolinn. Hvað er það annars sem maður má skrifa hérna? Er ég gelgja afþví ég blogga? Má ég ekki skrifa um hvað verður á vegi mínum í amstri hvunndagsins án þess að vera stimpluð gelgja með athyglisþörf? Ekki það að það skipti mig miklu máli því ég er hvort eð er gelgja með athyglisþörf.
Dagurinn: Ég held ég sé að verða veik. Ég vaknaði í dag með verk í hálsinum og hann er búinn að vera í allan dag. Mér finnst eins og hann sé bólginn, það vitar ekki á gott. Ég fór í sumarbústaðinn í gær með nokkrum vinum, og það var alveg ágætt. Mér fannst reyndar skemmtilegra í fyrra skiptið sem við fórum en þetta var líka ágætt. Það er gott að komast af og til út úr bænum... ég held að það hjálpi geðheilsu manns til muna. Mér leið líka skringilega vel þegar við keyrðum heim í dag, horfandi á líðandi landslagið með sæta tóna UB40 og Manu Chao undir... Svo kom ég heim og svaf í nokkra tíma, í stað þess að læra. Hver þarf lærdóm? Pffh! Ekki ég!
Miller og Monroe
Pæling Dagsins: Afhverju í ósköpunum skrifa svona rosalega margir á Huga líta með ypsiloni? Afhverju?! Það fer alveg óendanlega í taugarnar á mér. Þetta er ekkert erfitt! Lýta - líta ... er ég eina manneskjan sem sé þetta? Hvaða manneskja með snefil af sjónrænu minni ætti að sjá að klárlega er líta ekki skrifað með ypsiloni! Eru kannski bara svona margir dislexískir sem stunda www.huga.is? Er ég að tapa glórunni? Hmmm? Ha? Kannski, já... ég held það.
Unaður Dagsins: Tvær brauðsneiðar. Kjúklingaskinka. Venjuleg skinka. Mikill ostur. Sinnepsósa. Samlokugrill. Glas af Floridana appelsínudjús. Fullkomin máltíð, ekki verra að hafa Frank Sinatra á fóninum um leið. Kannski dansa örlítið um stofuna? Já, kannski? Hmmm? Það held ég nú. Þessu mæli ég eindregið með.
Kv.Andrea
Dagurinn: Ég held ég sé að verða veik. Ég vaknaði í dag með verk í hálsinum og hann er búinn að vera í allan dag. Mér finnst eins og hann sé bólginn, það vitar ekki á gott. Ég fór í sumarbústaðinn í gær með nokkrum vinum, og það var alveg ágætt. Mér fannst reyndar skemmtilegra í fyrra skiptið sem við fórum en þetta var líka ágætt. Það er gott að komast af og til út úr bænum... ég held að það hjálpi geðheilsu manns til muna. Mér leið líka skringilega vel þegar við keyrðum heim í dag, horfandi á líðandi landslagið með sæta tóna UB40 og Manu Chao undir... Svo kom ég heim og svaf í nokkra tíma, í stað þess að læra. Hver þarf lærdóm? Pffh! Ekki ég!
Miller og Monroe
Pæling Dagsins: Afhverju í ósköpunum skrifa svona rosalega margir á Huga líta með ypsiloni? Afhverju?! Það fer alveg óendanlega í taugarnar á mér. Þetta er ekkert erfitt! Lýta - líta ... er ég eina manneskjan sem sé þetta? Hvaða manneskja með snefil af sjónrænu minni ætti að sjá að klárlega er líta ekki skrifað með ypsiloni! Eru kannski bara svona margir dislexískir sem stunda www.huga.is? Er ég að tapa glórunni? Hmmm? Ha? Kannski, já... ég held það.
Unaður Dagsins: Tvær brauðsneiðar. Kjúklingaskinka. Venjuleg skinka. Mikill ostur. Sinnepsósa. Samlokugrill. Glas af Floridana appelsínudjús. Fullkomin máltíð, ekki verra að hafa Frank Sinatra á fóninum um leið. Kannski dansa örlítið um stofuna? Já, kannski? Hmmm? Það held ég nú. Þessu mæli ég eindregið með.
Kv.Andrea
10 Comments:
Vissirðu ekki að 2/3 af huganotendum eru lesblindir. Alltaf þegar bent er á stafsetningarvillur þá kemur: "Hey ekkert bögg, ég er lesblind/ur".
Já, það er alveg hreint ótrúlegur fjöldi hugara sem nota þessa afsökun.. kommon! Það eru ekki allir lesblindir! Læra stafsetningu máske? Manni verður oft illt í augunum af því að lesa illa skrifaða korka, sem þroskaheftur api myndi skrifa betur, og svo stendur í undirskriftinni : Ekki benda á málfræði/stafsetniga-villur, ég er lesblind/ur...
frekar sorglegt, hversu heims er þessi þjóð orðin?
Og já, Andrea, hvernig setur maður inn myndir??? Þetta bara tekst ekki hjá mér!
Ég er reyndar hætt að stunda huga en ég hef oft velt því fyrir mér hvort meirihlutinn af nemendunum í skólanum séu lesblindir eða hvort þau séu bara svona heimsk? Er á málabraut og er bæði í þýsku og frönsku og það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið lengi að ná málinu. Ég er í frönsku 403 og það var stelpa sem sagði um daginn billet upp á danska vísu í stað "bíje" eins og maður ber það fram á frönsku. Er hún semsagt ekki búin að vera að fylgjast bofs með í tímum síðustu þrjár annir og hvernig náði hún þá prófinu? Ja, maður spyr sig...
Hæhæ Andrea mín :)... Ákvað að kíkja á bloggsíðuna þína og sjá hvað hefur dregið á daga þína uppá síðkastið :)... Fyndið ég var einmitt að fara að tala við hann afa um hvort að ég mætti fá sumarbústaðinn síðustu helgi, en vitið menn voru ekki sumir búnir að planta sér þar :)... En allaveg við verðum að fara að hittast orðið of langt síðan síðast :/...
Tinna Bjéééörk :)...
Mér hefur verið bent á af karlkyns, fyrrverandi SH-memenda huga notanda að það eigi að skrifa lýta og hef ég gert það síðan. hér með lýsi ég yfir sárindum mínum.
Reifara lookið er flottast, laydeyh!
Þessi brauðloka þín minnir óvenju mikið á kjúklinga taco.
ætti ég að fara í kokkinn?
...neeh ég hata mk krúið (no hard feelings, kalli)
Lýta er vissulega til en það bara þýðir ekki það sama... það er komið af lýti samanber lýtalæknar. Líta as in leit hinsvegar er ekki með ypsiloni og mun aldrei verða! Er það ekki augljóst?
engar áhyggjur Hildur mín... *ég* hata MK krúið. Flottar risagellur þarna samt.
Og Andrea...fara útá land til að viðhalda geðheilsunni? Þetta er svo aaaakkurat öfugt.
Risagellur, eh Kalli?
...hversu stórar?
http://images.art.com/images/-/Attack-of-the-50-Foot-Woman--C10086446.jpeg
Ég væri búinn að leggja mig inn ef ég kæmist ekki reglulega í burtu frá..well hringrás hins daglega lífs.
Gott að hafa athvarf...mmmm
Næs unaður! Tasting it now!
--------
Je pence, donc je suis.
VARÚÐ FRÖNSKUNEMAR
forðist að tala á íslensku um kökur í frakklandi .. þið gætuð unnið ykkur inn vandlætingarsvipi innlendra
Skrifa ummæli
<< Home