Ég veit ei hvað skal segja.
Undanfarið hef ég verið svo hamingjusöm að allar reiði og óhamingjutilfinningar sem ég fæ í hinu daglega amstri safnast allar upp innan í mér, vegna þess að mér finnst ég ekki meiga vera óhamingjusöm þegar ég hef það eins gott og ég geri. Þar af leiðandi er mikið af óhamingju sem safnast upp í mér sem ég hef ekkert að gera við.
En svo var ég í strætó, á leiðinni heim í dag. Ég hafði verið að horfa á hina rómuðu Lilya 4-ever í tíma, og milli þess sem ég fékk ógeðistilfinningar sökum eðli myndarinnar langaði mig svakalega mikið í McDonalds, sem virtist vera eini maturinn sem rússneskar barnahórur í Svíþjóð borðuðu. Það þótti mér einkar truflandi. En já, ég var semsagt í strætó. Það var ofsalega mikið af fólki og ég rétt náði mér sæti, þar sem ég horfði yfir allan strætisvagninn. Margir þurftu að standa, og strætóinn var yfirfullur af bjartsýnum menntaskólanemum sem virtust allir þekkjast og töluðu hátt og hlóu dátt. Kom ég þá auga á einn þann krúttlegasta 6-8 ára dreng sem ég hef á ævi minni séð, en venjulega hef ég óbeit á þessum aldri krakka. Hann var líklega af japönskum uppruna, kannski kínverskum, og sat með Pokémon húfuna sína umkringdur blaðrandi unglingum, og það lá við að maður sá hann ekki fyrir gígantísku skólatöskunni sem hann faðmaði. Hann horfði skelfingu lostinn í kring um sig, og maður fékk á tilfinningunna að hann væri algerlega lamaður í sætinu sínu. Loks komum við í Hamraborg og einhvernvegin tókst honum að smeygja sér framhjá fólkinu (með fáránlega stóru töskuna) án þess að snerta nokkurn mann. Þegar hurðin opnaðist skaust hann eins og eldibrandur út úr strætónum og hljóp á brott með skoppandi töskuna á bakinu.
Ég get ekki almennilega lýst tilfinningunum í augunum á stráknum, en það fékk mig til að finnast heimurinn svo stór og svo lítill á sama tíma að ég varð alveg jafn skelfingu lostin og hann var. Það lá við að ég brysti í grát, þarna á staðnum, í miðri þvögu af hamingjusömum menntskælingum.
Kv. Andrea
En svo var ég í strætó, á leiðinni heim í dag. Ég hafði verið að horfa á hina rómuðu Lilya 4-ever í tíma, og milli þess sem ég fékk ógeðistilfinningar sökum eðli myndarinnar langaði mig svakalega mikið í McDonalds, sem virtist vera eini maturinn sem rússneskar barnahórur í Svíþjóð borðuðu. Það þótti mér einkar truflandi. En já, ég var semsagt í strætó. Það var ofsalega mikið af fólki og ég rétt náði mér sæti, þar sem ég horfði yfir allan strætisvagninn. Margir þurftu að standa, og strætóinn var yfirfullur af bjartsýnum menntaskólanemum sem virtust allir þekkjast og töluðu hátt og hlóu dátt. Kom ég þá auga á einn þann krúttlegasta 6-8 ára dreng sem ég hef á ævi minni séð, en venjulega hef ég óbeit á þessum aldri krakka. Hann var líklega af japönskum uppruna, kannski kínverskum, og sat með Pokémon húfuna sína umkringdur blaðrandi unglingum, og það lá við að maður sá hann ekki fyrir gígantísku skólatöskunni sem hann faðmaði. Hann horfði skelfingu lostinn í kring um sig, og maður fékk á tilfinningunna að hann væri algerlega lamaður í sætinu sínu. Loks komum við í Hamraborg og einhvernvegin tókst honum að smeygja sér framhjá fólkinu (með fáránlega stóru töskuna) án þess að snerta nokkurn mann. Þegar hurðin opnaðist skaust hann eins og eldibrandur út úr strætónum og hljóp á brott með skoppandi töskuna á bakinu.
Ég get ekki almennilega lýst tilfinningunum í augunum á stráknum, en það fékk mig til að finnast heimurinn svo stór og svo lítill á sama tíma að ég varð alveg jafn skelfingu lostin og hann var. Það lá við að ég brysti í grát, þarna á staðnum, í miðri þvögu af hamingjusömum menntskælingum.
Kv. Andrea
Efnisorð: Hugsanir
4 Comments:
þessi börn...andskotinn hirði þau
Ég veit ekki heldur hvað ég eigi að segja, en vel skrifuð færsla hjá þér... Sá þennan strák alveg ljóslifandi fyrir mér...
fokking væmna tík, taktu þér tak! Mannstu hvað þessi aldur gerði okkur sumarið eftir 10. bekk!
Ég fæ ennþá martraðir.
Ja, ansi oft tegar eg les faerslurnar tinar ta snuast taer a einhvern hatt um straeto.... En annars er ordid of langt sidan eg hef heyrt eitthvad i ter og hvad er i gangi hja ter, held ad sidustu mail hafi farid okkar a milli a sidasta ari, eda kannski halftima eftir midnaetti tann 31.
Skrifa ummæli
<< Home