New York, New York.
Ég lofaði mínum heittelskuðu (og öðrum) að ég myndi blogga hér eins reglulega og ég gæti. Þetta er fyrsta tækifærið sem ég hef fengið til að intervefast á minni eigin tölvu, svo ég skila inn smá ríporti.
Í dag, eftir vinnu, drógu Björk og Matthew okkur Sindra á ansi þreytandi performance art disscussion forum, sem haldið var í MoMA safninu. Mikið var um dýrðir og við fengum meðal annars að heyra í tævönskum brjálæðing sem læsti sig inn í herbergi í eitt ár, og þýska safnverðinum sem var augljóslega ástfanginn af honum. Húllumhæið tók hátt upp í 5 tíma, en um það leyti gáfust listamennirnir upp og stungu af. Við vorum að klára að borða rétt í þessu.
Ég hef verið á ansi þéttu tímaplani síðan við komum hingað á föstudaginn. Ég er strax byrjuð að vinna á verkstæðinu hans Matthew, og líkar vel (þrátt fyrir að vera að hrynja í sundur af harðsperrum - minn illa um séði líkami, mitt vandamál, býst ég við). Við erum að búa til mót af framhlut bíls, sem mun seinna meir innihalda mikilvæg líffæri bílsins - svolítið eins og krukkurnar sem innihéldu líffæri faróa Egyptalands. Bíllinn á einnig íðilfagra dauðagrímu, sem er húddið á bíl að sömu tegund og árgerð. Bíllinn sjálfur, sem mun upplifa greftrunina, var tættur í sundur á gjörning í Kaliforníu.
Við fengum líka íbúðina okkar á sunnudeginum. Hún er afar rúmgóð, sem er ekki endilega jákvætt því við eigum engin húsgögn. Íbúðin er á besta stað í bænum, við höfum afar klisjukennt útsýni á Empire State bygginguna sem státar sig af enn verra ljósasjóvi en Eiffelturninn. Byggingin er staðsett á Houston stræti, en SoHo hverfið er rétt við hliðiná okkur, enda dregur það nafn sitt af því að vera fyrir sunnan Houston. Allar gasalega fínu tískuverslanirnar eru í Soho. Ekki það að ég eigi eitthvað erindi þangað, vildi bara svona láta ykkur vita.
Allavega, hef þetta ekki lengra í bili, þarf að vakna snemma á morgun.
Ást og hlýja, Andrea Björk.
Í dag, eftir vinnu, drógu Björk og Matthew okkur Sindra á ansi þreytandi performance art disscussion forum, sem haldið var í MoMA safninu. Mikið var um dýrðir og við fengum meðal annars að heyra í tævönskum brjálæðing sem læsti sig inn í herbergi í eitt ár, og þýska safnverðinum sem var augljóslega ástfanginn af honum. Húllumhæið tók hátt upp í 5 tíma, en um það leyti gáfust listamennirnir upp og stungu af. Við vorum að klára að borða rétt í þessu.
Ég hef verið á ansi þéttu tímaplani síðan við komum hingað á föstudaginn. Ég er strax byrjuð að vinna á verkstæðinu hans Matthew, og líkar vel (þrátt fyrir að vera að hrynja í sundur af harðsperrum - minn illa um séði líkami, mitt vandamál, býst ég við). Við erum að búa til mót af framhlut bíls, sem mun seinna meir innihalda mikilvæg líffæri bílsins - svolítið eins og krukkurnar sem innihéldu líffæri faróa Egyptalands. Bíllinn á einnig íðilfagra dauðagrímu, sem er húddið á bíl að sömu tegund og árgerð. Bíllinn sjálfur, sem mun upplifa greftrunina, var tættur í sundur á gjörning í Kaliforníu.
Við fengum líka íbúðina okkar á sunnudeginum. Hún er afar rúmgóð, sem er ekki endilega jákvætt því við eigum engin húsgögn. Íbúðin er á besta stað í bænum, við höfum afar klisjukennt útsýni á Empire State bygginguna sem státar sig af enn verra ljósasjóvi en Eiffelturninn. Byggingin er staðsett á Houston stræti, en SoHo hverfið er rétt við hliðiná okkur, enda dregur það nafn sitt af því að vera fyrir sunnan Houston. Allar gasalega fínu tískuverslanirnar eru í Soho. Ekki það að ég eigi eitthvað erindi þangað, vildi bara svona láta ykkur vita.
Allavega, hef þetta ekki lengra í bili, þarf að vakna snemma á morgun.
Ást og hlýja, Andrea Björk.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home